Líkingar úr dýraríkinu koma ekki á óvart þegar Össur á í hlut, þeir sem þekkja til hans vita að hann á það til að komast svona að orði – og ekki víst að í því felist sérstök óvirðing.
Fræg dæmi eru til um þetta annars staðar, til dæmis úr Heimsljósi, þar sem Ólafur Kárason yrkir ástarkvæði sem hljómar svo. Fylgir reyndar sögu að kvæðið var ekki metið að verðleikum, en á ansi vel við núna:
Líneik veit ég lángt af öðrum bera,
létta hryssu í flokki staðra mera,
fagureyg með fimar tær
frýsar ’ún hátt og bítur og slær.
Ó blessuð mær!
Kristilega kærleiksblómin spretta
kríngum hitt og þetta.