fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Matarskattur og popúlismi

Egill Helgason
Föstudaginn 12. september 2014 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að mér er lífsins ómögulegt að hafa skoðun á því sem er kallað „matarskattur“. Ég man fyrst eftir þessu hugtaki í fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þá tókst að búa til slíkt fjaðrafok kringum „matarskatt“ að enn loðir við nafn Jóns Baldvins. En „matarskattur“ er auðvitað ekki annað en virðisaukaskattur á matvæli.

Yfirleitt er það svo að teknókratar – og starfsmenn í ráðuneytum – eru hrifnir af því sem kallað er „einföldun á skattkerfi“. Samt ætti auðvitað ekki að vera neitt yfirmáta flókið á upplýsinga- og tölvuöld að hafa mismunandi skattþrep. En það virðist vera afskaplega erfitt að fá botn í hvað séu skattahækkanir og hvað séu skattalækkanir. Slík umræða er reyndar ekki ný á nálinni á Íslandi.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, orðar þetta vel í færslu á Facebook:

Hlusta með athygli á deilur um matarskatt. Þær byrjuðu uppúr 1960. Flestir hagfræðingar segja lægra matar-skattsþrep kléna aðferð til að koma þeim verst settu til góða. Á þetta hafa ríkisstjórnarmenn úr öllum flokkum fallist hvað eftir annað. En svo verða þeir popúlistar í stjórnarandstöðu og vilja bara ódýran mat!! Og sama þegar menn fara úr stjórnarandstöðu í stjórn. Eitt mesta ólán íslenskra stjórmála er stefnuflökt flokka eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Stundum halda sumir stjórnarfokkar reyndar áfram popúlisma eftir að þeir komast að kjötkötlum. Glöggur vinur sagði í hádeginu: „Nú hefur Bjarni Ben tekið við af Steingrími J sem kjölfestan í íslenskum stjórnmálum“. Umhugsunarvert …

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu