fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Hin tvöfalda innrás í Pólland

Egill Helgason
Mánudaginn 1. september 2014 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 75 ár liðin frá upphafi seinni heimstyrjaldarinnar – innrás Þjóðverja í Pólland. Hún var 1. september 1939.

Minna má á að hún var gerð undir því yfirskini að Þjóðverjar væru að koma til aðstoðar þýskættuðu fólki innan pólsku landamæranna sem væri hrakið og smáð.

Og líka má minna á að annar her gerði ekki síður freklega innrás inn í Pólland stuttu síðar, 17. september 1939. Það var Sovétherinn.

Þetta var gert í skjóli griðasáttmála Hitlers og Stalíns. Og Stalín hélt áfram landvinningum sínum með því að fyrst heimta herstöðvar í Eystrasaltsríkjunum sama haust, Sovétherinn réðst svo inn í Eistland, Lettland og Litháen í júní 1940.

Það vill semsagt gleymast að árásaraðilarnir í seinni heimstyrjöldinni voru tveir. Ekki hentaði að ræða um það þegar Sovétríkin voru komin í bandalag við Breta og Bandaríkjamenn síðar í stríðinu. Og þess vegna hefur árásarstefna Sovétríkjanna á þessum tíma legið í þagnargildi – en meira talað um að þau hafi komið og frelsað Evrópu undan oki nasismans.

En Pólverjar þjáðust mikið. Á báðum hernámssvæðunum, því þýska og því sovéska, hófust feikileg grimmdarverk. Nasistar reistu sínar fanga- og útrýmingarbúðir en Sovétmenn myrtu fólk en sendu aðra í þrælkunarbúðir í austri. Árið 1940 í Katynskógi drápu þeir svo blómann af liðsforingjasveit og menntastétt Póllands.

spotkanie_sojusznikw

Þýskir og sovéskir hermenn heilsast í Póllandi – eftir innrás þýsku og sovésku herjanna 1939. Jafnóðum hófust hryllileg grimmdarverk á báðum hernámssvæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“