fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Hvað verður um verðtrygginguna?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. ágúst 2014 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðtryggingin var eitt af stóru kosningamálunum í fyrravor. Eða réttar sagt afnám hennar.

Síðan hefur ekki mikið verið talað um verðtrygginguna – það var skipuð nefnd, hún skilaði áliti um að það væru ýmis vandkvæði á að afnema verðtrygginguna, svo hefur ekki heyrst meir.

Fyrr en núna að við búum okkur undir að á morgun falli dómur hjá EFTA um hvort verðtryggingin sé ólögmæt. Íslenska ríkið hefur tekið til varna í málinu – og heldur því fram að svo sé ekki. Það er jafnvel talað um að ríkissjóður geti farið á hausinn ef verðtryggingin verður dæmd ólögleg.

Reyndar er maður ekkert sérlega trúaður á að svo fari – og þá á íslenskur dómstóll líka eftir að taka málið fyrir. Álitið frá EFTA er ráðgefandi, en þó er yfirleitt farið eftir því.

Ólafur Margeirsson hagfræðingur skrifar pistil hér á Eyjuna og segir að ríkissjóður þurfi alls ekki að fara á hausinn þótt verðtryggingin verði dæmd ólögleg. Hann segir að þvert á móti gæti niðurstaðan orðið jákvæð:

Ástæðan er sú að ríkissjóður og Seðlabanki Íslands geta skrifað niður eins margar krónur niður á blað og þeim lystir og búið þær til með því einu að stimpla nokkrar tölur inn í tölvu. Þetta var t.d. gert „í massavís“ árið 2008 þegar Seðlabankinn fékk aukið eigið fé „frá“ ríkissjóði upp á 270 milljarða í formi ríkisskuldabréfs (ríkissjóður fékk í staðinn ástarbréf bankanna). En enginn hafði borgað þessa 270 milljarða í skatta. Þeir voru heldur ekki millifærðir si svona frá ríkissjóði til Seðlabankans. Það eina sem var gert var að ríkisskuldabréfið var búið til með því einu að stimpla það inn í tölvu á Kalkofnsvegi 1 og eins og hefur verið rætt má þetta skuldabréf vera með hvaða vöxtum og lánstíma sem er, þar með talið 0% og 1000 ár.

Hið sama yrði upp á teningnum ef ríkissjóður þyrfti að redda t.d. Íbúðalánasjóði út úr sínu gjaldþroti (gefið að svokölluð ríkisábyrgð á þeirri stofnun haldi) vegna ólögmæti verðtryggingar. Ríkissjóður gæti að sama skapi búið til eins margar krónur og hann vildi ef það þyrfti t.d. að bjarga bankastofnunum frá eiginfjárvandræðum vegna ólögmæti verðtryggingar á neytendalánum.

Það er svo önnur spurning hverjar yrðu aðrar efnahagslegar afleiðingar af ólögmæti verðtryggingar á neytendalánum. Blessunarlegar erum við nú þegar með ágætis dæmi til að leiðbeina okkur þegar við hugsum um svarið við þeirri spurningu: ólögmæti gengistryggðu lánanna. Ekki virðist það ólögmæti hafa haft neinar stórkostlegar neikvæðar efnahagslegar afleiðingar. Almennt má raunar telja afleiðingarnar frekar jákvæðar: minni skuldavandræði einstaklinga og fyrirtækja, meiri vilji til neyslu og fjárfestingar, o.s.frv.

Ég ætla að leyfa mér að halda því fram, þar til annað kemur í ljós, að það yrði blessun fyrir íslenskt efnahagslíf ef verðtrygging á neytendalánum yrði dæmd ólögleg. Mótvægisaðgerðir þyrftu vafalaust að vera einhverjar (ÍLS, hugsanlega einhverjar bankastofnanir, aukin útgáfa verðtryggðra ríkisskuldabréfa) en á heildina litið yrði niðurstaðan vafalaust jákvæð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“