fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Trú, pólitík, miðpunktur og jaðar

Egill Helgason
Mánudaginn 18. ágúst 2014 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kalda stríðinu lauk vonuðu margir að biði okkar skynsöm heimsskipan. Kjarnorkuógn yrði á bak og burt. Þjóðir myndu frekar kjósa viðskipti í friði og spekt en átök og styrjaldir. Ýmislegt hefur svosem breyst í betri átt, gríðarlegur mannfjöldi hefur hafist upp úr fátækt síðan í lok Kalda stríðsins. Velmegun er almennari. Sums staðar hefur frelsi og lýðræði orðið ofan á, eins og í Suður-Ameríku og víðast í Austur-Evrópu. Þar voru áður bakgarðar stórvelda sem fóru sínu fram að vild.

En trú reyndist vera breytan sem menn sáu ekki fyrir. Einn þýðingarmesti atburður 20. aldarinnar var valdtaka klerkanna í Íran. Áður höfðu Mið-Austurlönd og ríki íslams stefnt í veraldlega átt. Þetta var reyndar undir stjórn harðstjóra eins og Nassers, Sadats og Mubaraks í Egyptalandi, Palhavis í Íran, Assads í Sýrlandi, Saddams Hussein í Írak og Daoud Khan í Afganistan. Þjóðirnar fengu veraldlega menntun, konur ákveðið frelsi.

En við fall þessara harðstjóra liggur leiðin ekki áfram eftir hinni veraldlegu braut, heldur eru það trúmenn sem ná völdum – og oft þeir öfgafyllstu.

Á sama tíma gerðist það í Bandaríkunum að trú fór að hafa meiri áhrif  á pólitíkina í gegnum stjórnmálamenn eins og George W. Bush og Sarah Palin. Bush missti meira að segja út úr sér að hann ætlaði að fara í krossferð í Mið-Austurlöndum. Þetta er þveröfugt við það sem hefur gerst í Evrópu þar sem trúin er stöðugt að missa vægi og kemur eiginlega hvergi nálægt landstjórninni lengur.

En viti menn, í Rússlandi er Pútín forseti sífellt að færa sig nær hinni afturhaldssömu rétttrúnaðarkirkju. En þar eru mannréttindi og lýðfrelsi á undanhaldi.

Nú er talað um að trú sé jaðarsett vegna þess að hugsanlega verða bænir lagðar niður á Rás 1. Menn verða nokkuð stóryrtir af litlu tilefni. Trú er ekki jaðarsett í Bandaríkjum nútímans, í Rússlandi og í Mið-Austurlöndum. Þar er hún nálægt því að vera í miðdepli. Það hefur hins vegar ekki verið til sérstakrar farsældar, hvorki fyrir umrædd ríki né heimsbyggðina.

Þýskaland er það stóra ríki í heiminum þar sem stjórnmálin eru hvað skynsamlegust. Þar ríkir almenn velferð, mannréttindi og tjáningarfrelsi. Hvergi er siðferðisleg umræða jafn samofin pólitíkinni – siðferðisleg álitamál eru rædd meðfram stjórnmálunum.

En Þýskaland er eitt trúlausasta land í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“