fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Sorglegur fíkniefnadómur – ný stefna mótuð á Alþingi

Egill Helgason
Mánudaginn 26. maí 2014 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta virðist vera sorglegt mál.

Ungur maður er dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum.

Glæpinn framdi hann fyrir þremur árum, þá var hann 17 ára, nú er hann tvítugur. Í fréttinni segir að hann hafi verið edrú í á annað ár, sé í fastri vinnu og trúlofaður.

Hann var burðardýr, þá á kafi í neyslu fíkniefna sjálfur. Dómsuppsaga tafðist vegna anna dómsins, eins og segir.

Þarna virðist vera á ferðinni argasta refsihyggja – sem sannarlega hefur ekki gefist vel í fíkniefnamálum.

Í þessu sambandi má minna á samþykkt Alþingis frá því fyrr í þessum mánuði. Hún hjóðar svo – og er mjög athyglisverð:

  Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða stefnu í vímuefnamálum á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og félagslega kerfisins, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. 
    Heilbrigðisráðherra skipi í þessu skyni starfshóp til að vinna að mótun stefnunnar. Landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar tilnefni einn fulltrúa hver en þrjá fulltrúa skipi heilbrigðisráðherra án tilnefningar og verði einn þeirra formaður starfshópsins. 
    Verkefni starfshópsins verði að:
    a.     gera úttekt á gildandi lagaumhverfi svo afmarka megi viðfangsefnið nákvæmlega og undirbúa lagabreytingar og/eða nýja löggjöf, 
    b.     líta til löggjafar annarra ríkja þar sem horfið hefur verið frá refsistefnu tengdri neyslu ólöglegra vímuefna og tillagna alþjóðlegra nefnda og stofnana á sviði rannsókna í forvörnum gegn vímuefnaneyslu, 
    c.     skapa heildstæða stefnu, sem leggur höfuðáherslu á mannúðlega nálgun og vernd mannréttinda, sem dregur úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu og með því stuðla að auknu trausti jaðarhópa til samfélagsins og þeirra stofnana sem eiga að veita þeim þjónustu og skjól. 
    Við starfið verði leitað aðstoðar og leiðsagnar hagsmunaaðila og hjálparsamtaka, sem og innlendra og erlendra sérfræðinga eftir þörfum.

Taka má fram að þetta var samþykkt mótatkvæðalaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“