fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Tímabært hverfaskipulag

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. maí 2014 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæða er til að vekja athygli á bloggi Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts hér á Eyjunni. Ég hef reyndar oft vitnað í hann áður, en þarna fer fram umræða um arkitektúr og skipulagsmál sem er á góðu og málefnalegu plani. Þetta eru uppbyggileg skrif – alls ekki laus við gagnrýni þegar þannig ber undir – þarna er rætt bæði um stórframkvæmdir og skipulagshugmyndir.

Í nýjum pistli gerir Hilmar að umræðuefni hverfaskipulag í Reykjavík sem byggir á aðalskipulagi borgarinnar sem var samþykkt í vetur. Umræða um þetta hverfaskipulag hefur því miður einkennst af pólitísku skæklatogi. Hilmar telur að hverfaskipulag sé löngu tímabært:

Umræðan um þetta merkilega hverfisskipulag átta borgarhluta í Reykjavik hefur vakið athygli mína. Mér virðist hún á villigötum. Þáttakendur í umræðunni virðast beina umræðunni að smáatriðum vinnunnar en sjá ekki stóra samhengið sem er í samræmi við samþykkt og staðfest aðalskipulag AR2010-2030 og almenn sátt er um.

Ég nefni dæmi af bílskúrum við Hjarðarhaga sem hafa mikið verið í umræðunni. Þessir bílskúrar eru auðvitað aukaatriði og skipta litlu í heildarmyndinni. Það ber frekar að líta á þá sem tækifæri eða umræðutillögu.

Höfundar hverfisskipulags Vesturbæjar lögðu fram hugmynd um aðra og meiri nýtingu á lóðum fjölbylishúsa við Hjarðarhaga. Þessi hugmynd gæti þróast í að verða heimild sem húsfélög fjölbýlishúsanna gætu nýtt sér í framtíðinni ef þeim sýndist svo. Þarna er ekki verið að taka neitt frá þeim sem þar eiga hagsmuni, heldur bent á hugmynd sem gæti fært þeim heimild og tækifæri ef hún fer í frekari vinnslu í sjálfri skipulagsvinnunni sem framundan er og yrði að skipulagi.

Þessi einstaki þáttur, sem í mínum huga er aukaatriði, hefur fangað athygli fjölmiðla meðan stór atriði eins og samgöngur, vistvæn byggð og myndun hverfiskjarna í hverfinu er órædd og nær ekki athygli fólks.

Það er í raun synd að þessi hverfisskipulagsvinna hafi ekki farið af stað fyrir áratugum. Ef hverfaskipulag hefði legið fyrir á níunda áratugnum þá er ólíklegt að matvöruverslun hefði verið flutt út úr íbúðahverfunum út á hafnar- og iðnaðarsvæði utan íbúðabyggðarinnar. Sú ákvörðun er reyndar með öllu óskiljanleg fólki sem lætur sig skipulagsmál varða. Enda stuðlar hún að aukinni bifreiðaumferð, meiri mengun, auknum ferðakostnað fyrir íbúa og m.fl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar