fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Einsleitni eða fjölbreytni?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. apríl 2014 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er vit í þeirri hugmynd landbúnaðarráðherra að fækka sláturhúsum á Íslandi niður í tvö? Þannig að væntanlega yrði eitt norðanlands og eitt sunnanlands?

Einhvern veginn finnst manni stangast á við hugmyndir sem nú eru uppi í matvælaframleiðslu og birtast í „beint frá býli“ og „slow food“ – þar sem er lögð áhersla á að stytta leiðina frá framleiðenda til neytenda, að fólk viti hvaðan landbúðaarafurðirnar koma, að lögð sé áhersla á uppruna þeirra og fjölbreytileikann í framleiðslunni.

Tvö stór sláturhús þangað sem búpeningur alls staðar að á landinu er keyrður með bílum? Er því ekki haldið fram að slík ferðalög fari illa með sláturdýrin?

Þarna næst ábyggilega einhver hagræðing, rétt eins og það væri vissulega hagræðing ef bændum fækkaði og bújarðir yrðu stærri. En þar blandast líka inn í þjóðernislegar og að sumu leyti rómantískar hugmyndir um búsetu í landinu – þær njóta mikils fylgis meðal landsmanna.

En áherslan í matvælageiranum er að færast í þveröfuga átt við hið vakúmpakkaða eða frosna kjöt sem enginn veit hvaðan kemur. Við sjáum þetta til dæmis á hinum geysivinsælu matarmörkuðum sem hafa verið haldnir í Hörpu síðustu misserin. Þar kynnist maður góðri lókal framleiðslu úr íslenskum sveitum. Maður fær að vita hvaðan afurðirnar eru – það er mikill kostur.

Nú ætla ég ekki að þykjast vera sérfræðingur á þessu sviði – en minni sláturhús, nær bændum og framleiðendum, hjóta að hafa mikla kosti þegar slík viðhorf eru jafn útbreidd og raun ber vitni. Ein hugmyndin er að koma upp bifreiðum með sláturvagna – hreyfanlegum sláturhúsum. Gæti það verið kostur meðfram því að rekin eru stærri sláturhús?

En almennt eigum við að fara þá leið sem minnkar einsleitni – eykur fjölbreytni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar