fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Heyr himna smiður/Happy – lag Þorkels við texta Pharrells

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. desember 2015 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heyr himna smiður er eitthvert stórkostlegasta lag Íslands. Það er einhver eilífð í því, manni finnst eins og lagið hafi alltaf verið til og það hljóti alltaf að vera til.

Samt er það ekki svo, þótt tilurð lagsins spanni aldir Íslandssögunnar.

Ljóðið er samið af Kolbeini Tumassyni, foringja Ásbirninga, áður en hann gekk til Víðinesbardaga þar sem hann fékk stein í höfuðið og féll – eða svo er sagt. Sagan er altént góð þannig. Þetta er einfaldur og tær kveðskapur sem talar beint til okkar, þótt liðin séu 800 ár.

Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
Guð, heit eg á þig,
að græðir mig,
minnst, mildingur, mín,
mest þurfum þín.
Ryð þú, röðla gramur,
ríklyndur og framur,
hölds hverri sorg
úr hjartaborg.
Gæt, mildingur, mín,
mest þurfum þín
helzt hverja stund
á hölda grund.
Set, meyjar mögur,
máls efni fögur,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.

Þorkell Sigurbjörnsson setti lag við kvæðið fyrir fáum áratugum, en Þorkell lést fyrir tveimur árum. Einhvern tíma heyrði ég að lagið hefði komið í huga Þorkels þegar hann sat undir stýri á bifreið, en það kann að vera misminni. En lagið hans er á góðri leið með að verða heimsfrægt, öðruvísi getur það eiginlega ekki verið. Þetta er söngur fyrir aldirnar, verður til eftir önnur 800 ár.

Hér er reyndar mjög skrítin útgáfa af því. Íslenski textinn fær ekki að vera með, enda er hann lítt skiljanlegur öðrum þjóðum, heldur er sungið við texta Pharrels Williams að laginu Happy sem er eitthvert vinsælasta dægurlag seinni tíma, með svo mikið sem 765 milljón skoðanir á YouTube.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt