fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Norska þingið rannsakar hvernig tókst að klúðra dýrustu hernaðarfjárfestingu í sögu Noregs

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 25. febrúar 2017 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af norsku freigátunum fimm. Þetta mun vera KNM Helge Ingstad.

Í gær mætti varnarmálaráðherra Noregs ásamt núverandi og fyrrum æðstu yfirmönnum norska sjóhersins fyrir allsherjarnefnd norska Stórþingsins.

Tilefnið er að ræða hvernig getur staðið á því að stærsta hernaðarfjárfesting Norðmanna í sögunni hefur reynst klúður sem á sér engin fordæmi. Þetta var fjárfesting sem hjóðaði alls upp á um eða yfir 260 milljarða íslenskra króna.

Árið 2006 fékk norski sjóherinn afhenta fyrstu af fimm freigátum sem Norðmenn létu smíða á Spáni. Skipin áttu að vera afar fullkomin og koma í stað eldri skipa sem voru löngu orðin úrelt. Norðmenn voru afar stoltir af nýju skipunum sem voru skírð nöfnum nokkurra af djörfustu landkönnuða Noregs. Fyrsta freigátan hét „Fridtjof Nansen“ og síðan komu „Roald Amundsen,“ „Otto Sverdrup,“ „Helge Ingstad,“ og „Thor Heyerdahl.“

Þegar „Fridtjof Nansen“ sigldi sem stolt nýsmíði fyrsta sinni inn Óslóarfjörð árið 2006 vantaði þó eitt sem þó er lykilatriði þegar um herskip er að ræða. Það voru engin vopnakerfi um borð í skipinu. Og þannig hefur það verið nánast fram á þennan dag þó ellefu ár séu nú liðin og þar með um það bil einn þriðji hluti af áætluðum líftíma freigátanna.

Miklar tafir hafa orðið á afhendingu vopnakerfa um borð í skipin en nútíma freigátur eiga meðal annars að vera búnar fullkomnum eldflaugum. Skipin hafa legið langtímum saman biluð við bryggjur. Oft hefur staðan verið sú að einungis eitt eða tvö skip hafa verið nothæf á hverjum tíma. Iðulega hefur skortur á varahlutum leitt til þess að tækjabúnaður hefur verið rifinn úr biluðum freigátum til að halda hinum siglandi og í notkun.

Freigáturnar áttu að fá nýjar þyrlur af gerðinni NH90, sérbúnar af ítalskri gerð til að stunda kafbátaveiðar. Árið 2001 voru pantaðar 14 slíkar. Sú fyrsta var loks afhent árið 2015 en hefur enn ekki verið tekin í notkun, skrifar Aftenposten.

Sverre Diesen hershöfðingi og æðsti foringi norska heraflans 2005 til 2009 segir að ástæða þessara ófara sér fjársvelti sem skrifist á ábyrgð stjórnmálamanna.

Norska ríkisendurskoðunin lagði nýlega fram skýrslu þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að stríðsgeta norska freigátuflotans sé langt undir því sem til stóð í upphafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?