fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Meirihluti landsmanna á móti áfengi í matvöruverslunum

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. febrúar 2017 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Stór hluti Íslendinga er andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. 74,3% kváðust andvíg sölu á sterk áfengi í matvöruverslunum og 56,9% andvíg sölu á léttu áfengi og bjór.

Nokkur munur var á afstöðu eftir því hvort um var að ræða sölu á sterku áfengi eða léttu áfengi og bjór. Töluvert hærra hlutfall svarenda kváðust andvígir sölu á sterku áfengi, 74,3%, í matvöruverslunum heldur en sölu á léttu áfengi og bjór, 56,9%. Einungis 15,4% kváðust hlynnt sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum en 32,7% kváðust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór.

Konur voru almennt líklegri en karlar til að vera andvígar sölu sterks áfengis í matvöruverslunum. Af konum kváðust 70% vera mjög andvígar sölu sterks áfengis í matvöruverslunum og 58% karla. Af körlum kváðust 14% vera mjög hlynntir sölu sterks áfengis í matvöruverslunum en 5% kvenna.

Andstaða við sölu sterks áfengis í matvöruverslunum jókst með auknum aldri en 46% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust mjög andvíg og 81% þeirra sem voru 68 ára eða eldri. Stuðningsmenn Vinstri grænna voru hvað líklegastir til að vera andvígir sölu sterks áfengis í matvöruverslunum en 89% þeirra kváðust vera andvíg. Minnst andstaða var hjá stuðningsmönnum Pírata 55%, Sjálfstæðisflokks 65% og Bjartrar framtíðar 65%

Könnunin var gerð dagana 10.-15. febrúar 2017, spurðir voru 908 einstaklingar 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu