fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

4,1% atvinnuleysi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnulausum fjölgaði um 2.600 manns í janúar, á sama tíma jókst fjöldi starfandi landsmanna um 1.400 manns. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,1% í janúar. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Í janúar var að jafnaði 193.100 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2017, sem jafngildir 80,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 185.300 starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit. Þegar búið er að leiðrétta tölurnar yfir atvinnuleysis vegna árstíðabundinna þátta var atvinnuleysi í janúar 3,6%.

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 199.600 í janúar 2017 sem jafngildir 82,7% atvinnuþátttöku, sem er lækkun um 1,3 prósentustig frá desember 2016. Fjöldi atvinnulausra í janúar var samkvæmt árstíðaleiðréttingunni 7.300 og hefur fjölgað um 1.400 manns frá áætluðum fjölda atvinnulausra í desember. Hlutfall atvinnulausra hækkaði því á milli desember 2016 og janúar 2017 eða um 0,6 stig, úr 3,0% í 3,6%. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í janúar 2017 var 79,7%, sem er 1,8 stigum lægra en í desember. Þegar horft er til síðustu sex mánaða þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuleysi stendur í stað, en á síðustu tólf mánuðum hefur það lækkað lítillega eða um 0,2 prósentustig. Hlutfall starfandi síðustu sex mánuði hefur lækkað lítillega eða um 0,3 stig, en aftur á móti aukist um 0,7 stig þegar horft er til þróunar síðustu tólf mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?