fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Sjómenn samþykktu kjarasamning

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú verður handagangur í öskjunni þegar fiskiskipaflotinn lætur úr höfn eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall. Meðal annars bíður loðnuvertíð þar sem 17 milljarðar eru taldir í húfi.

Sjómenn samþykktu naumlega kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Alls voru 623 þeirra sem greiddu atkvæði samþykkir nýjum samningi en 558 á móti. Átta kjörseðlar voru auðir og ógildir. Þar með er ljóst að 52,4% þeirra sem greiddu atkvæði voru samþykkir en 46,9% vildu hafna samningnum.

Kjörsókn var 53,7%. Alls voru 2.214 á kjörskrá en 1.189 greiddu atkvæði.

Samningar voru undirritaðir aðfaranótt laugardagsins og atkvæðagreiðsla um þá fór fram í gær og í dag.

Með samþykkt nýs kjarasamnings er rúmlega tveggja mánaða sjómannaverkfalli er lokið. Mörgum er eflaust létt enda var áhrifa verkfallsins farið að gæta víða í samfélaginu, ekki einungis í sjávarútvegnum heldur ýmsum þjónustugreinum honum tengdum. Nú bíður það verkefni að koma flota og fiskvinnslu aftur í gang.

Meðal annars stendur loðnuvertíð fyrir dyrum. Óveiddur er 196 þúsund tonna loðnukvóti íslenskra skipa.

Gríðarlega mikið lá undir að samningar yrðu samþykktir. Vísast hefði orðið pólitískt uppnám hefðu sjómenn hafnað þeim eins og nærri varð raunin. Hitt er svo annað að menn virðast hafa verið þvingaðir til samninga undir hótunum, sjá nánar nýjasta pistil Orðsins á götunni hér á Eyjunni. Hann má lesa með því að smella hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“