fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Jón Ásgeir hjólar í Grím Grímsson: „Óheiðarleiki á hæsta stigi“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Mynd/Sigtryggur Ari

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lagt fram gögn á heimasíðu sinni sem hann telur að rannsakendum í Aurum málinu svokallaða hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en ekki gert. Ásakanir Jóns Ásgeir beinast að lögreglumönnunum Grími Grímssyni og Sveini Ingiberg Magnússyni. Segir Jóns Ásgeir að fyrir sér sé það „óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda eftir eða leyna gögnum sem eru mikilvæg fyrir sakborninga.“

Upphaf málsins má rekja til þess að fyrir þremur árum birti Jón Ásgeir grein í Fréttablaðinu þar sem hann sakaði Grím og Svein Ingiberg um óheiðarleika í tengslum við rannsókn málsins. Grímur og Sveinn störfuðu þá hjá Ríkislögreglustjóra og sérstökum saksóknara. Einn stærsti eigandi Fréttablaðsins á þessum tíma var Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jón Ásgeirs.

Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman.

Með þessu brjóta þeir lög. Hvort brotin hafa þann tilgang að þóknast yfirmönnum þeirra, skal ósagt látið – en líkur standa til þess,

Jón Ásgeir Jóhannesson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

sagði Jón Ásgeir.

Sjá frétt: Jón Ásgeir ber nafngreinda lögreglumenn þungum sökum – „Óheiðarlegir“

Aurum málið bíður enn meðferðar

Í viðtali við RÚV á dögunum var Grímur spurður um umrætt bréf Jóns Ásgeirs fyrir þremur árum og svaraði Grímur þá þeim ásökunum sem á hann voru bornar. „Mér lík­aði það ekki. Hvorki ég né vinnu­fé­lagi minn erum óheið­ar­legir og mér líkar það ekki vel þegar slíkt er sagt opin­ber­lega.“

Jóns Ásgeir skrifar svargrein vegna RÚV viðtalsins á heimasíðu sinni í dag og birtir gögn sem hann telur að rannsakendum hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en það hafi þeir ekki gert. Þá biður hann fólk um „að dæma sjálft.“:

Vegna orða Gríms á Rás 2 í gær legg ég fram eftirtaldar staðreyndir þannig fólk geti dæmt sjálft. Sjálfum finnst mér það óheiðarleiki á hæsta stigi þegar rannsakendur halda undan gögnum sem benda til sakleysis þeirra sem eru ákærðir. Í Bandaríkjunum gætu slíkir rannsakendur átti yfir höfði sér fangelsisdóma.

Aurum málið bíður enn meðferðar í Hæstarétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp