fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Lögmaður ósáttur við ráðherra: Vill að Alþingi grípi í taumana

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Ástráður Haraldsson lögmaður segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipun 15 dómara við Landsrétt. Í opnu bréfi til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis vísar Ástráður til laga sem kveða á um að dómsmálaráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti þann sem dómnefnd telur ekki hæfastan.

Ástráður var ásamt þremur öðrum á lista yfir þá sem hæfnisnefndin mat hæfasta en nafn hans var svo ekki á lista dómsmálaráðherra. Segir Ástráður að lagalega séð sé ekki annað hægt en að hafna tillögum Sigríðar Andersen. Hvetur Ástráður því Alþingi til grípa í taumana, annað væri ekki í samræmi við kröfur réttarríkis.

Sigríður hafnar því alfarið að embættisfærsla sín sé ólögmæt, segir hún í samtali við Vísi að hún hafi gætt að öllum reglum:

Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp