fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Nicole grét í pontu: „Það er ekki auðvelt að vera innflytjandi á Alþingi“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar.

Nicole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar brast í grát í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöldi. Byrjaði hún ræðu sína á því að segja að henni þætti það merkilegt að vera annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að flytja ræðu á  eldhúsdegi á eftir Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar sem flutti ræðu sama kvöld. Sagði Nicole að mörgum þætti það eflaust ekki merkilegt og brast hún í grát þegar hún sagðist vilja segja hvers vegna sér þætti það merkilegt:

Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er… ég er öðruvísi,

sagði Nicole. Sagðist hún viss um að hugmyndir sínar um frjálslyndi hefðu ekki jafn mikil áhrif ef hún væri í stjórnarandstöðu en það væri auðveldara að geta tjáð skoðanir sínar án þess að þurfa að axla ábyrgð. Rifjaði Nicole upp þegar hún kom til Íslands fyrir 16 árum:

Þá starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig. Ég mætti fordómum oft og víða en mjög margt hefur breyst.

Sagði Nicole að ekki sé boðið upp á sömu tækifæri í Bandaríkjunum og veltir hún því fyrir sér hvort við áttum okkur á hvað við búum við mögnuð tækifæri:

Við sem flytjum hingað þurfum að meta það hvort það sé þess virði að flytja hingað frá fjölskyldu og nánustu vinum til að setjast hér að. Fyrir mig hefur þessi samanburður sýnt mér að ég tók rétta ákvörðun því mér líður ákaflega vel hér. Ísland er svo sannarlega land tækifæranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp