fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Nærri 10% atvinnuleysi meðal ungs fólks

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Rúmlega 10% fólks á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi var atvinnulaust í apríl og telur ungt fólk helming allra atvinnulausra hér á landi. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir aprílmánuð.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017, sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 192.900 starfandi og 6.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,2%. Samanburður mælinga fyrir apríl 2016 og 2017 sýnir að þrátt fyrir að fjöldi fólks á vinnumarkaði hafi aukist um 3.500 þá lækkaði atvinnuþátttaka um 0,6 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 6.600 manns og hlutfall starfandi af mannfjölda um 0,8 stig. Atvinnulausum fækkaði um 3.100 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 1,6 stig.

Á vormánuðum eykst venjulega eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu og er það vel merkjanlegt í þessari mælingu. Af öllum atvinnulausum í apríl voru 52% á aldrinum 16-24 ára og var atvinnuleysi á meðal þeirra 9,7%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi