fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Ari Trausti: Til þess þurfa félagshyggjuflokkar að ráða för

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 21. maí 2017 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Reykjanes bað Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna að svara eftirfarandi spurningum.

Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári. Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðamannastaður landsins þurfi áfram að bíða?

Spurningin er ekki skýr. Er hér átt við Suðurnesin í heild sem fjölsóttan ferðamannastað? Raunar skiptir svo sem ekki máli hvað átt er við því svarið er nokkuð ljóst hvað svæðið varðar: Allir meginvegir á Reykjanesskaga standast ekki kröfur um gæði og öryggi, nema helst að stór hluti Suðurstrandarvegar nái því máli. Milljarða vantar til viðgerða, breikkunar, tvöföldunar eða 2+1 lausnar o.s.frv. VG sem stjónarandstöðuflokkur nær ekki að breyta áherslum eða ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar en lagði fram í kosningastarfinu viðbótaráætlun um hvernig framfylgja mætti samgönguáætlun sem samþykkt var haustið 2016. Nú leggur VG meðal annars til fjáröflun upp á 1-2 milljarða með því að leggja fram frumvarp um hækkun á bensín- og olíugjaldi (um 7-8 kr. á lítra) en sá gjaldstofn verður að ganga til vegaframkvæmda skv. lögum þar um. Sennilega verður frumvarpið fellt. Veruleg viðbót í vegakerfið á öllum Reykjanesskaga fæst varla á meðan núverandi ríkisstjórn ræður för.

Misserum saman hefur verið rætt um að innheimta gjald af þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem kemur til landsins til að standa undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegakerfis og aðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum. Rætt hefur verið um ferðamannapassa, vegatolla, hækkun á gistináttaskatti, komugjöld o.fl. en ekkert gerist. Hvaða leið vilt þú fara?

Engin ein leið er fyrir hendi en við í VG höfum nefnt t.d. að gistináttagjald verði hlutfallstala af gistiverði, ekki föst tala (300 kr.), að komugjöld verði innheimt (t.d. 1.500 kr. – um það var lögð fram breytingartillaga við fjárlög en felld) og að bílastæðagjöld geti bætt úr ýmsum ágöllum. Aðalatriðið er þó að skoða og ákvarða með hvaða hætti ferðaþjónustan sem höfuðatvinnugrein skili meiru en nú gerist til félagslegu umbótanna á vegakerfinu, jafnt sem flugvöllum, á heilbrigðiskerfi jafnt sem löggæslu og á landvörslu jafnt sem innviðauppbyggingu á ferðamannastöðum og – svæðum. Samhliða þessu verður að meta þolmörk út frá sjálfbærni og beita virkri aðgangsstýringu. Hvorki fjölmargir staðir, svæði né landið allt þolir nema tiltekinn fjölda ferðamanna. Um er að ræða auðlindanýtingu sem kallar á verndun og stýringu líkt og í öðrum atvinnugreinum, t.d. sjávarútvegi.

Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku í atvinnulífinu t.d. með því að taka að sér hlutastarf. Á sama tíma eru frítekjumörk sett í 25. Þúsund krónur á mánuði. Eftir það verður 45% skerðing á greiðslum frá TR, þannig að viðkomandi heldur eftir skatta aðeins um 30% launanna.

Er þetta ásættanlegt?

Nei það er það ekki og því verður að breyta, reyndar eins og öllu bótakerfi aldraðra jafnt sem öryrkja. Til þess þurfa félagshyggjuflokkar að ráða för.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“