fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Hafnar því að selja eigi húsnæði Tækniskólans: „Alveg galið“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.

„Það er afskaplega leiðinlegt hvernig þetta mál braust fram. Það má kalla það leka en það var ekki ætlunin okkar í ráðuneytinu mínu að þetta bæri að með þessum hætti. Við vorum bara einfaldlega að vinna í málinu til að eiga svör við spurningum sem kæmu upp þegar við færum fram með kynningu á því sem við værum að skoða. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu, þetta er bara orðinn hlutur en ég verð að segja það alveg eins og er og af einlægni, að hvernig umræðan spratt fram og þessi pólitíski umræðustjóri stóð sig þá hefði breytt voðalega litlu hvaða rök maður reyndi að leiða fram í málinu. Menn mótuðu á þessu skoðanir löngu áður en þeir höfðu upplýsingar um málið.“

Þetta sagði Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun, ræddi hann meðal annars um mögulega sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans sem RÚV greindi fyrst frá í byrjun mánaðarins.

Hafa bæði kennarar og nemendur FÁ gagnrýnt ráðherra harðlega og talað um leynimakk þar sem þeir hafi fyrst frétt af mögulegri sameiningu í fjölmiðlum. Sagði aðstoðarskólameistari og kennari við FÁ fyrr í vikunni að til hafi staðið að sameina skólana 1.júní en að það hafi átt að segja þeim það 20.maí. Kristján Þór kveðst ekki þekkja þessar dagsetningar:

Þegar við fórum að skoða þetta sagði ég að ef niðurstaða þeirrar athugunar verði sú að það sé fýsilegt að gera þetta, þá hefði ég viljað vinna málið þannig að nýr skóli myndi getað tekið til starfa í haust og til þess að það gæti orðið yrðum við að klára þetta á vorinu,

sagði Kristján Þór. Það sé enn hans skoðun og ef niðurstaðan sé að sameining sé fýsileg þá ætti að klára málið í vor. Varðandi sögusagnir um að það eigi að selja húsnæði Tækniskólans segir Kristján Þór það af og frá:

Ég hef heyrt svona sögur, mér finnst þetta alveg galið. Hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að fara fram með svona, ríkið á þessar eignir og ef að það á að gera einhverjar breytingar á því þá fer það í gengum fjárlaganefnd og fjárlög til að fá heimild til að selja fasteignir ríkisins, það er ekki ákvörðun sem einhver einn ráðherra tekur og fer að deila út eignum til einhverra ímyndaðra vildarvina. Það bara hentar í umræðu dagsins og í þessu fári sem búið er að búa til um eitthvað sem engin niðurstaða liggur fyrir um að skjóta út svona sögusögnum um þessa hræðilegu einkavæðingu og hvað sem þetta er allt saman kallað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar