fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Læknaráð Landspítala gagnrýnir landlækni

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn læknaráðs Landspítalans tekur undir með sjálfstætt starfandi sérfræðilækna í gagnrýni þeirra á Birgi Jakobsson landlækni. Segir í yfirlýsingu læknaráðs að ummæli landlæknis fyrr í vikunni um að  sérfræðilæknar Landspítalans Landspítalans sinni ekki veikustu sjúklingum spítalans séu röng og að landlæknir hafi farið framúr sér:

Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega fullyrðingum landlæknis um að sérfræðilæknar Landspítalans sinni ekki veikustu sjúklingum spítalans og láti það eftir óreyndum unglæknum, kandídötum og hjúkrunarfræðingum. Þeir sem þekkja til starfsemi Landspítalans vita að þetta er ekki rétt og telja verður að hér hafi landlæknir farið fram úr sér í yfirlýsingum,

Birgir Jakobsson landlæknir

segir í ályktuninni. Þar segir jafnframt:

„Þjónusta Landspítalans er skipulögð svo að viðeigandi þekking og reynsla sé til staðar á öllum tímum sólarhringsins eins og stjórnendur hans telja þörf á og fjárheimildir leyfa. Á álagstímum er ástandið metið daglega og viðbúnaðarstig og mönnun ákvörðuð í samræmi við það.   Vinna sérfræðilækna og annarra starfsmanna er skipulögð af stjórnendum sjúkrahússins með þarfir og öryggi sjúklinga í forgrunni á hverjum tíma.“

Telur stjórn læknaráðsins mikilvægt að talað sé af ábyrgð og að gætt sé að því að skapa ekki ótta:

Sérfræðilæknar stinga ekki af frá starfsskyldum sínum eða skilja sjúklinga eftir í reiðileysi, eins og skilja má af viðtalinu við landlækni. Stjórn læknaráðs telur að sérfræðilæknar Landspítala,   hvort sem þeir eru í hluta- eða fullu starfi, sinni starfi sínu   af fagmennsku, samviskusemi og oft umfram starfsskyldur. Þeir eru ekki ógn við öryggi sjúklinga né sú starfsemi og þjónusta sem þeir eða aðrir sérfræðingar veita á læknastofum. Stjórn læknaráðs telur mikilvægt að þeir sem fjalla um heilbrigðismál tali af ábyrgð og þess sé gætt að skapa hvorki ótta né óöryggi meðal sjúklinga í yfirlýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði