fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Birgitta fagnar lausn Chelsea Manning: Fórnir hennar fyrir Íslendinga eru meiri en margir vita

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea Manning.

Uppljóstrarinn Chelsea Manning verður látin laus úr fangelsi í næstu viku en hún hefur setið þar í tæplega sjö ár. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið rúmlega 700.000 leyniskjölum til Wikileaks árið 2010. Eitt af síðustu embættisverkum Barack Obama forseta var að stytta dóm hennar. Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu verður hún látin laus 17. maí.

Sjá frétt: Chelsea Manning verður látin laus í næstu viku

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata fagnar þessu á Fésbók í dag, segir hún að Chelsea Manning sé ein hugrakkasta manneskja sem hún hafi kynnst. Segir Birgitta að Chelsea hafi fórnað miklu fyrir Ísland:

Hennar fórnir fyrir okkur Íslendinga eru meiri en margur er meðvitaður. Það kom fram í dómnum yfir henni að hún hefði lagt áherslu á að mikilvæg gögn sem tengdust Icesaveyrðu sett fyrst út í þessum mikla gagnaleka, því henni blöskraði hvernig stórveldi níddust á örþjóð í krafti stærðar sinnar,

Julian Assange forsprakki Wikileaks ásamt Birgittu árið 2010.

segir Birgitta. Hún bætir við:

„Hún losnar loks úr fangelsi eftir að hafa sætt pyntingum í heilt ár, eftir að hafa verið sá afhjúpandi í bandarískri sögu sem lengst hefur setið bak við lás og slá í herfanglesi frá því að hún var rétt rúmlega tvítug. Hún losnar úr fanglesi á þjóðhátíðardag Norðmanna 17.maí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði