fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

„Ísland er orðið of dýrt“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. maí 2017 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður virðir fyrir sér Fjaðrárgljúfur. Mynd/Getty

Ferðamenn leita frekar til Noregs, Lapplands og Skotlands en til Íslands. Þetta segir Ásberg Jóns­son eig­andi ferðaskrif­stof­unn­ar Nordic Visitor, telur hann að stigvaxandi gengi krónunnar geri landið of dýrt og því leiti ferðamenn annað.

Enn sé þó ekki hægt að tala um samdrátt en ferðamenn séu farnir að kaupa styttri ferðir:

Ísland er orðið of dýrt. Við selj­um mikið til Banda­ríkja­manna og sá markaður er enn sterk­ur en ég ótt­ast að sam­drátt­ur verði í kom­um Breta, Þjóðverja og Frakka,

segir Ásberg í samtali við Morgunblaðið í dag. Um helgina greindi RÚV frá því að pakkaferðir þýskra ferðamanna til landsins næsta vor, fyrir þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, hafa verið afbókaðar hjá íslenskum ferðaheildsala. Sagði Geir Gígja, sölu- og markaðsstjóri fyrir Hótel Klett og Hótel Örk, að verðið sé orðið þannig að aðilar erlendis reyni ekki einu sinni að selja ferðirnar því hann telji ekki taka því að reyna. Ásberg  segir að Ísland sé að verðleggja sig af markaði:

Þegar verðið hækk­ar 20-30% milli ára er stór hóp­ur sem fer frek­ar til Nor­egs eða Skot­lands. Við erum far­in að verðleggja okk­ur út af markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin