fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Séríslensk krafa um lóðrétt strikamerki lendir á neytendum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 8. maí 2017 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Krafa reglugerðar um að strikamerki verði lóðrétt en ekki lárétt er órökstudd viðskiptahindrun og getur leitt til hærra vöruverðs. Þetta segir Félag atvinnurekanda í erindi sem sent hefur verið á umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Að öllu óbreyttu tekur reglugerðin gildi 1. júní næstkomandi en er í umsagnarferli innan EES til 23. maí.

Áfengisframleiðendur í Evrópu hafa mótmælt reglugerðinni harðlega, segja þeir þörfina á lóðréttum strikamerkjum óútskýrða. Því er Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA sammála:

Að okkar mati er afar gagnrýnivert að ráðuneytið hefur ekki rökstutt með neinum hætti þörfina á þessari nýju kröfu. Krafa sem þessi er hvergi annars staðar í gildi á EES-svæðinu. Hún er gríðarlega íþyngjandi fyrir íslensk fyrirtæki, skapar viðskiptahindrun og mun að öllum líkindum hafa í för með sér hærra vöruverð fyrir neytendur,

segir Ólafur og bætir við:

Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnsýslan setur reglur út í loftið án þess að velta fyrir sér eitt augnablik áhrifunum á atvinnulífið.

FA segir séríslenska kröfu um lóðrétt skrikamerki á drykkjum leiða til hærra vöruverðs. Mynd/Getty

Segir félagið að sambærilega kröfu um lóðrétt strikamerki ekki að finna í Evróputilskipun eða Evrópureglugerð og ef reglugerðin verði að veruleiki þá gangi Ísland lengra en nágrannalöndin. Nú séu strikamerki á drykkjarvöruumbúðum eru ýmist lóðrétt eða lárétt, t.d. séu flestar léttvínsflöskur og flöskur með sterku áfengi með láréttu strikamerki en það er mismunandi með bjórtegundir og gosflöskur. Á þeim tegundum sem eru innfluttar sér erlendi framleiðandinn um að setja strikamerkið á vöruna.

Telur FA að vegna smæðar markaðarins sé nánast útilokað að erlendir framleiðendur myndu fást til að sérmerkja þær vörur sem flytja ætti til Íslands svo krafa reglugerðarinnar yrði uppfyllt. Þá yrðu innflytjendur að endurmerkja allar flöskur með ærnum tilkostnaði og vinnu. Ljóst er að sá kostnaður myndi að endingu lenda á neytendum með hærra vöruverði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin