fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg viðheldur neyslu útigangsmanna og greiðir háar fjárhæðir sem enda í neðanjarðarhagkerfinu

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 6. maí 2017 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útigangsmenn, sem ekki eru metnir með örorku, fá 150 þúsund krónur á mánuði. Þeir gista frítt í Gistiskýlinu á Lindargötu. Mynd/DV

Sveinn Allan Morthens forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu segir nauðsynlegt að gera breytingar því endalaust sé verið að byggja brýr til að útigangsmenn geti haldið áfram neyslu sinni hér á landi. Segir Sveinn í samtali við helgarblað DV að í raun sé þetta nokkuð þægilegt líf ef það er borið saman við stöðu annarra öryrkja í samfélaginu sem enga aðstoð fái. Hann hefur talað fyrir því að utangarðsfólk greiði fyrir gistingu og mat í Gistiskýlinu, ekki háa upphæð, heldur til að fá þá sem þar búa til að finna til ábyrgðar.

Sveinn býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að meðferðarmálum og vill hann að áhersla sé lögð á að kenna utangarðsfólki að taka ábyrgð á sjálfum sér, hjálp til sjálfshjálpar, líkt og hann orðar það. Fálega hefur verið tekið í hugmyndir Sveins hjá Reykjavíkurborg og því sé staðan sú að borgin sé að viðhalda neyslu útigangsmanna og greiði háar fjárhæðir sem fari beint í neðanjarðarhagkerfið, fé sem lendi í vösum landa- og eiturlyfjasala.

Við erum að svæfa þessa menn með góðmennsku,

25 einstaklingar geta gist í Gistiskýlinu í einu, því er rekstrarkostnaður í kringum 114–120 milljónir króna. Mynd/DV

segir Sveinn. Telur hann húsnæðið við Lindargötu ekki heppilegt, útigangsmenn hafi lagt undir sig Vitatorg á meðan gistiskýlið er lokað á daginn og hafa aðrir íbúar á svæðinu orðið fyrir ónæði. Einn útigangsmaður lést nálægt gistiskýlinu og annar lést á Vitatorgi af völdum áfengiskrampa. Segir Sveinn að það sé löngu ljóst að aðferðirnar sem notaðar eru í dag séu ekki að virka, engu að síður hefur Reykjavíkurborg ákveðið að halda Gistiskýlinu áfram opnu um óákveðinn tíma. Í skýrslu sem lögð var fyrir borgarráð í mars kom fram að eðlilegt sé að þeim sem nýti Gistiskýlið sem fasta búsetu verði fundið varanlegt húsnæði. Enginn tímarammi hefur verið gefinn upp og því eru engar lausnir handan við hornið í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum