fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Minnst ánægja með Guðna forseta meðal kjósenda Framsóknar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. maí 2017 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

MMR hefur birt niðurstöður könnunar um ánægju Íslendinga með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta. „Íslendingar eru gífurlega ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar!“ segir í fréttatilkynningu frá MMR en fólk er misjafnlega ánægt með hann eftir því hvar það stendur í pólitík. Konur eru almennt sáttari með forseta lýðveldisins en karlar og stuðningsfólk Framsóknar er óánægðast með hann.

Könnunin var gerð 11.-26. apríl og tóku 926 manns þátt í henni, 18 ára og eldri valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR.

Í heildina voru 24% svarenda frekar ánægðir með störf forsetans og 61% mjög ánægðir, samtals eru því 85% landsmanna sátt við störf hans. Alls eru 91% kvenna ánægð með störf Guðna og 80% karla.

Stuðningsfólk Pírata og Vinstri grænna er ánægðast með störf forsetans eða 95%. Samfylkingarfólk fylgir þar fast á eftir en 92% kjósenda flokksins segjast ánægð með Guðna. Af kjósendum Sjálfstæðisflokks eru 47% mjög ánægðir, 33% frekar ánægðir og 18% ekki ánægðir með núverandi íbúa Bessastaða. 67% kjósenda Framsóknarflokks eru ánægð með forsetann og 11% óánægð.

Ekki er mikill munur á afstöðu þeirra sem þátt tóku í könnuninni eftir búsetu. Af íbúum höfuðborgarsvæðisins eru 86% ánægð með Guðna og 84% þeirra sem búa á landsbyggðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum