fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Þjóðarpúls: Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 3. maí 2017 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 38% landsmanna styðja ríkisstjórnina. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 38% og minnkar um tæp 3 prósentustig  á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Nokkrar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða. Fylgi Pírata eykst um næstum þrjú prósentustig milli mánaða á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar um nær þrjú prósentustig. Ef gengið yrði til kosninga í dag segjast liðlega 13% myndu kjósa Pírata og rösklega 26% Sjálfstæðisflokkinn. Eins minnkar fylgi Bjartrar framtíðar en ríflega 4% segjast myndu kjósa flokkinn nú.

Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0 – 0,9 prósentustig. Slétt 24% segjast myndu kjósa Vinstri græn, um 11% Framsóknarflokkinn, rösklega 8% Samfylkinguna og nær 7% Viðreisn. Liðlega sex prósent nefna aðra flokka, þar af tæplega 4% Flokk fólksins og rúmlega 1% Dögun.

Nær 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og tæplega 9% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Könnunin var gerð dagana 30. mars til 1. maí 2017. Heildarúrtaksstærð var 8.206 og þátttökuhlutfall var 56,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum