fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Rekstur borgarinnar í „ólestri“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. maí 2017 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum formaður flokksins og forsætisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann spurður út í þær sögur sem ganga að krafta hans sé óskað í borgarstjórnarflokki Framsóknar og flugvallarvina. Sigmundur segir að heilmiklar breytingar þurfi að gera í borginni en hann sé langt því frá búinn að gera allt það í landsmálunum sem hann vill gera.

Að sögn Sigmundar þykir honum vænt að heyra að fólk vilji fá hann í borgarmálin en ekki alveg jafn vænt um það að sumir vilji losna við hann úr landsmálunum. Nú standi frammi fyrir Íslandi mörg stór verkefni sem hann hafi sterkar skoðanir á og hann vilji taka þátt í.

Gulli Helga, annar þáttarstjórnenda spyr Sigmund hreint út: Þannig að þú ert ekki að fara í borgina?

Nei, ég er ekki að fara í borgina. Ég er auðvitað í Norðausturkjördæmi og margt eftir ógert þar, líka á landsvísu.

Mynd/Getty

Sigmundur segir að nú standi íslensk stjórnmál frammi fyrir miklum breytingum og því fylgi tækifæri. Aðspurður um það hvað það sé í borgarmálunum sem hann telji að megi betur fara segir Sigmundur:

Ég læt það alveg vera að ræða fjármálastjórn borgarinnar og einhver slík atriði. Það blasir auðvitað við fólki að skipulag allra hluta, hvort sem það eru skipulagsmálin eða það hvernig borgin er rekin í umferðar-, samgöngumálum, í viðhaldi gatna og annarra mannvirkja, sorphirða. Allt sem almenningur lítur á sem helstu hlutverk borgaryfirvalda hefur verið í hálfgerðum ólestri.

Stjórnarandstaðan í borginni hefur tiltölulega mild við meirihlutann, nema Framsókn og flugvallarvinir sem hafa haldið uppi heilmikilli andspyrnu.

Ég heyri ekki annað en það sé mjög mikill vilji til þess að sjá verulegar breytingar í borginni á næsta kjörtímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk