fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Morgunblaðið gefur vinstrimönnum heilræði

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 2. maí 2017 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnfundur Sósíalistaflokks Íslands mun ekki bjarfga málunum og vinstri væng íslenskra stjórnmála, þess í stað þurfa vinstrimenn á Íslandi að endurskoða hugmyndafræðina í stað þess að líta til baka. Þetta kemur fram í Staksteinum Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um stofnfund Sósíalistaflokksins í Tjarnarbíó í gær.

Ekki liggur fyrir hversu margir mættu á stofnfundinn, en miðað við myndband sem birt var á Fésbókarsíðu flokksins voru það allnokkrir.

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag segir:

Fyrir nokkru stofnaði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokk Íslands og hefur það fengið marga til að brosa út í annað. Í gær var svo haldinn stofnfundur þessa þegar stofnaða flokks, sem er eftir öðru og mjög viðeigandi. Á þessum „stofnfundi“ lagði flokkseigandinn línurnar og var það ekki síður viðeigandi,

segir í Staksteinum, segir einnig að ef marka megi skrif og umræður starfsmanna flokkseigandans á Fréttatímanum, launamanna sem ekki hafa fengið laun sín greidd, er ekki við stuðningi að búast úr þeirri áttinni við Gunnar Smára, „nýjasta og óvæntasta talsmann launþega og flokk hans.“

Og vinstri vængur stjórnmálanna tekur framtakinu ekki heldur fagnandi, sem ekki var von. Þessi margklofni vængur sem átt hefur undir högg að sækja hér á landi og víðar þurfti ekki á nýjum klofningi að halda.

Gefur ritari Staksteina svo vinstrimönnum á Íslandi heilræði:

Hann [vinstri vængurinn] þurfti miklu frekar á betri jarðtengingu að halda, betra sambandi við hinn almenna mann. Íslenskir vinstri menn hafa talað sig út í horn með sérvisku og fordómum.  En „stofnfundur“ einkaflokks mun ekki hjálpa við að bjarga málum á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Björgunaraðgerðirnar krefjast hugmyndafræðilegrar endurskoðunar, ekki afturhvarfs til ranghugmynda í því skyni að bjarga einkahagsmunum eigandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum