fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Akranes verði Sílikondalur sjávarútvegsins

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 6. maí 2017 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetahjónin á Bessastöðum með frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta og Ingólfi Árnasyni forstjóra Skagans3x þegar Útflutningsverðlaunin voru afhent. Frú Vigdís var sæmd sérstakri heiðursviðurkenningu við sama tilefni fyrir að hafa með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Verðlaunagripur Útflutningsverðlaunna var gerður af Guðrúnu Halldórsdóttur og heitir „Sjómaðurinn.“ Ljósm.: Íslandsstofa.

Á undanförnum árum hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með uppbyggingu og velgengni hátæknifyrirtækisins Skagans3x. Það er landsbyggðarfyrirtæki með stöðvar á Akranesi og Ísafirði.

Stöðugt vinnast nýjir sigrar. Gerðir eru stórir samningar um framleiðslu og sölu tækjabúnaðar í fiskvinnslufyrirtæki á landi og um borð í skip. Nú síðast eru það sjálfvirk lestarkerfi um borð í nýja íslenska ísfisktogara. Þegar Vesturland er að fara í prentun berast svo fregnir af því að Skaginn3x muni sjá um framleiðslu á vinnslubúnaði fyrir uppsjávarfisk um borð í franskan togara sem verður með fullkomnustu fiskiskipum í heimi.

Undanfarið hefur fyrirtækið síðan rakað til sín verðlaunum. Það hlaut verðlaunin „Svifölduna“ á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016 fyrir framúrstefnulega þróun á sviði ofurkælingar á fiski og nú í mars voru það svo Nýsköpunarverðlaun Íslands. Toppurin á þessu öllu kom svo í síðustu viku þegar Skaginn3x hlaut Úflutningsverðlaun forseta Íslands. Allt er þetta mikill heiður og viðurkenning á góðu starfi og full ástæða til að óska starfsfólki og eigendum fyrirtækisins innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Þetta hlýtur að vera mikil hvatning til frekari dáða. Íslendingar búa yfir mikilli verkþekkingu á tæknisviði sjávarútvegsins. Mikil kunnátta á tæknisviðinu sem snýr að málmiðnaðarhlutanum svo sem í fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði hefur skapast á Akranesi. Það ætti að fara í stefnumótun og vinnu til að efla þetta enn frekar. Þar ætti að byrja á því að efla og hlúa að námi í tæknigreinum við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og hvetja fólk með ráðum og dáð til að mennta sig á þessum sviðum. Með tíð og tíma myndi þetta skila sér margfalt í frjórri atvinnuppbyggingu.

Framtíðin liggur í tækninni. Vestur í Kaliforníu er Silicon Valley þar sem er draumaland heimsins á sviði tölvutækni. Höfum það sem fyrirmynd og gerum Akranes að Sílikondal sjávaútvegsins.

Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri.

Leiðari birtur í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum