fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Góður árangur í rekstri Snæfellsbæjar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 7. maí 2017 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarútvegurinn er megin burðarstoðin í atvinnulífi Snæfellsbæjar.

Miðvikudaginn 5. apríl var ársreikningur Snæfellsbæjar 2016 afgreiddur í bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarblaðið Jökull sem gefið er út af myndarbrag í Snæfellsbæ greinir frá helstu tölum.

Starfsemi Snæfellsbæjar er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B­-hluta hins vegar.

Til A-­hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

 

Velgengni í rekstri

Rekstur Snæfellsbæjar gekk vel á árinu. Rekstrarniðurstaðan var töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða um 217,9 milljónir króna fyrir samantekinn rekstrarreikning A-­ og B-­hluta. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir fyrir jákvæðri afkomu upp á 44,2 milljónir. Rekstrarafkoman varð þannig margfalt  betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 173,7 milljónum króna.

Rekstrarniðurstaða A-­hluta var jákvæð um 149,6 millónir. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á eina milljón króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.970 milljónir. Þar af var eigið fé A-hluta 2.334,8 milljónir.

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins voru um 1.093 milljónir. Í árslok voru 136 stöðugildi hjá sveitarfélaginu.

 

Eignastaða styrkt og skuldir lækkaðar

Heildareignir bæjarsjóðs töldust um 3.542 milljónir króna. Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi voru um 4.620 milljónir í lok 2016. Heildarskuldir bæjarsjóðs voru um 1.207 milljónir. Í samanteknum ársreikningi voru þær 1.649 milljónir og lækkuðu þar með milli ára um 84 milljónir.

Eigið fé bæjarsjóðs var 2.334,8 milljónir og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam 2.970 millj. króna í árslok 2015. Eiginfjárhlutfall var 65,92 prósent á á árinu 2015 en var 63,03% árið áður.

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 198,5 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók engin ný lán á árinu 2016. Greidd voru niður lán að fjárhæð 157,8 milljónir.

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 61,64% hjá sjóðum A-hluta, en var 74,37% árið 2015 og 64,48% í samanteknum árs reikningi en var 76,80% árið 2015. Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitar­stjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð. Síðari umræða um ársreikning fór fram fimmtudaginn 4. maí.

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk