fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Snærós ráðin verkefnastjóri UngRÚV

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 26. júní 2017 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Snærós Sindradóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra UngRÚV. Hún hefur störf í byrjun ágúst og leiðir uppbyggingu á þjónustu RÚV fyrir ungt fólk þvert á miðla, þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum.

Snærós er 25 ára og hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. Hún hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir viðtal ársins 2016 og starfaði þar áður með ungu fólki hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þá var hún einnig virk í ungliðastarfi Vinstri grænna.

Meðal aðaláherslna í nýrri stefnu RÚV til 2021 er að RÚV ætlar að bæta þjónustu við fólk á aldrinum 15-29 ára. Verkefni Snærósar verður að opna og leiða samtalið við ungt fólk, rýna í þarfir hópsins og koma með tillögur að úrbótum á þjónustu RÚV við hópinn. Þá á hún að þróa tillögur að nýrri þjónustu og miðlun til að sinna þörfum þeirra, auk þess sem hún rýnir núverandi dagskrárframboð og tekur ákvarðanir um dagskrá í samstarfi við dagskrárstjóra. Snærós mun starfa náið með faghópi um þjónustu RÚV við ungt fólk sem verður myndaður með haustinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi