fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Glæfrasókn smábáta

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. júní 2017 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar áhyggjur eru meðal sjómanna vegna stífrar sóknar smábáta á strandveiðum við vond veðurskilyrði. Í fyrra sökk bátur við Vestfirði og einn maður fórst. Í síðustu viku fóru flestir strandveiðibátar á sjó þrátt fyrir afleitt veður. Sjómenn sem hafa komið að máli við blaðið Vestfirði lýsa miklum áhyggjum af áhættusókninni og segja að síðastliðinn fimmtudag hafi mátt litlu muna að ekki fór illa. Þá hagaði svo til að hvasst var og stífur straumur. Þá er ógjörningur að hafa færi úti þar sem það stendur út af bátnum og nær ekki niður í sjóinn.  Sú nýjung hefur rutt sér rúms að setja út segl sem sökkt er undir sjávarmál. Það dregur þá úr reki bátsins og gerir kleift að skaka með árangri. Þetta segl kalla sjómenn oft fallhlíf.

Þessi fylgir sú áhætta að vera að veiðum í verri veðrum en ella og það getur haft afleiðingar í för með sér. Síðastliðinn fimmtudag voru margir bátar í vandræðum, að sögn heimildarmanna blaðsins vegna ölduhæðar og vinds. Fyrir kom að erfiðlega gekk að draga inn seglið og mátti í einu tilviki ekki miklu muna að það kippti sjómanninum útbyrðis. Í tveimur tilvikum slitnaði festing seglsins út úr bátnum. Þarf ekki að orðlengja það hversu alvarlegt það getur verið að brjóta úr bátnum. Teknar voru myndir af þessum bátum og í öðru tilvikinu má sjá að búið var að gera við skemmdina.

Að mati viðmælenda blaðsins Vestfirðir eru reglur strandveiðikerfisins þannig að þær hvetja til áhættusóknar. Þegar erfitt er um sjósókn á Vestfjarðamiðum getur verið gott veður við Snæfellsnes, sem er á sama strandveiðisvæði. Þar sem bátarnir veiða úr sameiginlegum potti þýðir landlega við þessar aðstæður að útgerðin tapar veiðidegi og þar með tekjum. Því eru sjómenn að fara á sjóinn þratt fyrir erfið skilyrði og setja sig þar með í hættu.

Þessu þyrfti að breyta og helst eru nefnt að skipta veiðisvæðinu í tvennt ásamt kvóta núverandi svæðis þannig að meirilíkur séu á því að allt veiðisvæðið sé á sama veðurfarssvæði eða að breyta veiðiréttindunum og binda þau við hvern bát, t.d. með föstum dagafjölda. Þá væri hægt að haga sókn betur í samræmi við veðurfar.

Greinin birtist fyrst í Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB