fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg hefur selt byggingarrétt sinn á Útvarpsreitnum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 25. júní 2017 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar framkvæmdir eru þegar hafnar á Útvarpsreitnum og má gera ráð fyrir að höfuðstöðvar RUV hverfi nánast á bak við fjölbýlishúsin sem nú rísa þar. Mynd/Reykjavík.is

Á fimmtudag undirrituðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hilmar Ágústsson forstjóri byggingarfélagsins Skugga samkomulag um uppbygginguna á Útvarpsreitnum svokallaða við Efstaleiti í Reykjavík.

Fyrirtækið Skuggi 4 hefur þegar hafið framkvæmdir á reitnum.

Þar munu 361 íbúðir rísa á næstu þremur árum auk um 1000 fm atvinnuhúsnæðis sem hannað verður að stórum hluta undir þjónustu við íbúana.

Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir verði afhentar sumarið 2018. Skuggi 4 selur íbúðir á reitnum til aðila á frjálsum markaði, m.a. til leigufélaga til að stuðla að félagslegri blöndun,

segir í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg mun selja Skugga 4 byggingarrétt sinn á reitnum fyrir 175 milljónir og kaupir samhliða 15 íbúðir sem verða dreifðar um reitinn. Íbúðirnar sem Reykjavíkurborg mun kaupa samkvæmt samkomulaginu verða á bilinu 40 – 60 fermetrar að stærð auk geymslu sem skal verða 5 – 7 fermetrar.

Byggingarréttarsalan er hluti af samningi Reykjavíkurborgar við RÚV um endurskipulagningu reitsins en þar eru þegar hafnar miklar framkvæmdir. 

Þann 13. október 2015 var undirritaður kaupsamningur milli Skugga 4 ehf. og RÚV um kaup á stærstum hluta lóðarréttinda, þ.m.t. byggingarrétti á Útvarpsreitnum.

Með samkomulaginu sem undirritað var á fimmtudag selur Reykjavíkurborg byggingarrétt sinn á Útvarpsreitnum til Skugga 4 ehf., sem heldur í kjölfarið á öllum byggingarétti á reitnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB