fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Arnþrúður hjólar í Jón Trausta og Stundina – Búrkan var útivistarfatnaður

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu segist vona að Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar hafi lært eitthvað af dómi héraðsdóms og láti það vera að níða niður fólk með aðrar  lífsskoðanir. Í harðorðuðum pistli sem Arnþrúður birtir á Fésbókarsíðu sinni ræðir hún dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sektaði Stundina um 200 þúsund krónur fyrir að nota 15 myndir sem voru í eigu Útvarps Sögu án leyfis:

…hann var dæmdur fyrir að hafa stolið myndefni í 15 skipti frá Útvarpi Sögu til þess að geta skrifað ósannar níðgreinar um mig persónulega og Útvarp Sögu og valdið með skrifum sínum ómælanlegum skaða, heilsutjóni og öðrum meingjörðum. Með þessum ólögmætu gjörðum sínum hefur hann kannski ekki haft í huga hversu marga hann var að særa og meiða og brenna niður lífskerti fólks sem hann ákvað að fara svona með. Fólki sem hafði aldrei gert honum nokkurn skapaðan hlut,

segir Arnþrúður. Þar að auki sé Stundin með opið athugasemdakerfi þar sem fólk haldi áfram að meiða:

Stundin birti greinar sem héldu því fram að við værum með hatursáróður og rasisma svo fátt eitt sé nefnt og jafnframt var glæpur okkar svo alvarlegur að fyrrverandi forsætisráðherra hefi bara viljað koma í viðtöl á Útvarpi Sögu því hann hefði valið sér þann fjölmiðil á sama hátt og Trump hefði gert í USA og varið sér FOX sem fjölmiðilinn.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.

Búrkan var útivistarfatnaður

Athygli vakti að Stundin birti myndir af Arnþrúði þar sem hún virðist vera klædd í búrku, í samtali við Vísi í gær sagði Jón Trausti að myndirnar sýndu fram á tilraunir til að ala á ótta við útlendinga:

Myndir af Arnþrúði Karlsdóttur í búrkulíki voru birtar víða, vegna þess að þær sýndu fram á tilraunir til að ala á útlendingaótta, enda hefur verið alið á ótta við múslima og fleiri minnihlutahópa í útsendingum stöðvarinnar,

sagði Jón Trausti. Arnþrúður hafnar því að þetta hafi verið búrka, þetta hafi verið útivistarfatnaður sem hún var að auglýsa:

Stundin hélt á lofti mynd af mér sem var tekin sem auglýsingamynd fyrir útivistarfatnað en Sundin sagði að útvarpsstjórinn væri í Búrku og það væri árás á Múslima. Héraðsdómur hefur sagt sitt um svona fjölmiðil.

Segist Arnþrúður vona að Jón Trausti láti þetta sér að kenningu verða:

Hvort þetta verður Jóni Trausta að einhverri kenningu um það að hver og einn á rétt á sínum lífsskoðunum án þess að vera níddur niður af hans fjölmiðli. Hversu miklu heilsutjóni og sársauka er hann búinn að valda með þessari ritstjórnarstefnu er ómælanlegt en eitt er víst að hann hefur valdið þjáningum hjá þeim sem síst skyldi. Vonandi verður þetta honum að kenningu og hann verði betri maður á eftir og láti sér annt um líf og heilsu þess fólks sem hann skirfar um. Hinir ótrúlegustu geta verið að berjast fyrir lífi sínu en auglýsa það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?