fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Hætta talin á frekari berghlaupum í Grænlandi: Söfnun hafin til aðstoðar Grænlendingum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. júní 2017 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska varðskipið Ejnar Mikkelsen í Reykjavíkurhöfn í síðasta mánuði. Skipið hefur síðustu daga stundað hjálpar- og öryggisgæslustörf við Grænland.

Vegna hafíss og lélegs skyggnis hefur leit verið hætt í bili að þeim fjórum sem saknað er frá þorpinu Nuugaatsiaq. Talin er veruleg hætta á frekari risaberghlaupum úr fjallshlíðum sem ganga í sjó fram við Karrat-Ísfjörðinn þar sem berghlaup varð á laugardagskvöld. Grannt er fylgst með fjallshlíðunum og fólk í viðbragðsstöðu því berghlaupin gætu hæglega valdið nýjum flóðbylgjum.

Íbúar þorpanna Nuugaatsiaq, Illorsuit og Niaqornat hafa enn ekki fengið að snúa heim eftir þau voru flutt á brott eftir flóðin.

Áhöfn varðskipsins Ejnar Mikkelsen flutti 49 íbúa frá þessum þorpum í öryggi í Aasiat en þangað var margra klukkustunda sigling frá afskekktum veiðimannaþorpunum við Uummannaq-fjörð.

Fólkið var þreytt og hafði orðið fyrir miklum áhrifum af því sem gerðist. Við sáum til þess að það gæti komið niður undir þiljur og lagt sig, fengið eitthvað að borða, frið og ró. Við gerðum okkar til að þau skorti sem minnst hér um borð. Nokkur sátu og grétu, önnur stóðu á þilfari skipsins og horfðu döpur til lands þegar við sigldum út Uummannaq-fjörð. Fólk hélt utan um hvort annað,

segir Jörgen Bruun skipherra á Ejnar Mikkelsen í samtali við grænlenska útvarpið KNR.

Maður fyllist auðmýkt við að sjá fólk sem hefur misst lífsgrundvöll sinn og viðurværi. Þau hafa tapað eigum sínum, húsnæði og standa um borð í skipi með bakpoka eða plastpoka með því sem þau halda eftir. Þau eru sett á land án þess þau viti hvað framtíðin ber í skauti sér og hvað bíði þeirra,

segir Bruun skipherra.

Fólkinu var tekið opnum örmum þegar það kom til Aasiaat og því fundið húsnæði. Margir hafa lýst vilja til að hjálpa.

Söfnun hafin á Íslandi

Kalak – vinafélag GrænSöfnun hafin til aðstoðar Grænlendingumlands á Íslandi, Taflfélagið Hrókurinn, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandvinir hafa nú sett af stað fjársöfnun til hjálpar þeim sem urðu fyrir flóðbylgjunum um síðustu helgi. Fjármunir renna óskiptir til uppbyggingar og þeirra sem um sárt eiga að binda.

Hjálparstofnun kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikniginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Einnig er hægt að hringja í númer 907-2003 og þannig leggja 2.500 krónur í söfnunina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?