fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Líf svarar Tryggva: „Risaeðlur okkar tíma og deyja brátt út“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að fjalla ekkert um kvenréttindadaginn í blaði dagsins og telur að líklegast hafi blaðinu dugað að birta grein Tryggva Líndal í gær, sem bar heitið „Íslenskan og hættan frá femínismanum“.

Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í gær, 19.júní, afhentir voru styrkir úr jafnréttissjóði og lagði Líf blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólakirkjugarði:

Í gær fögnuðum við kvennabaráttunni með ýmsum hætti út um alla borg og líklega um land allt. Það er hins vegar ekki stafakrókur um það í Morgunblaðinu í dag. Líklega hefur þeim fundist nóg af birta þessa súru grein hans Tryggva í gær,

segir Líf á Fésbók og vísar til greinar Tryggva V. Líndal, skálds og menningarmannfræðings, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar talaði Tryggvi um undanhald íslenskrar tungu og rakti hann ástæðuna til „femenískrar óheillaþróunar“ sem hann telur ógna tungumálinu og menningu Íslands. Líf segir fjarstæðukennt að einhver geti hugsað svona:

Ég held nú samt að langflestum hafi fundist hún kjánaleg. Það er eiginlega fjarstæðukennt að einhver geti hugsað svona í dag og ég held að þeir séu risaeðlur okkar tíma og deyja brátt út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?