fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Fyrrum formanni Samfylkingar falið að vinna úttekt á norræna velferðarmódelinu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. júní 2017 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagfinn Høybråten og Árni Páll Árnason.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar tilkynnti í gær að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, þingmaður og ráðherra félags- og tryggingamála hefði verið fenginn til að vinna stefnumótandi úttekt á sviði félagsmála.

Ég er stoltur og þakklátur fyrir að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Reynsla Norðurlandaþjóðanna á sviði félagsmála er til eftirbreytni í heiminum og við verðum að halda þeirri stöðu. Norræna félagsmálasamstarfið, þar sem við berum saman reynslu okkar og leggjum á ráðin um áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, getur ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að halda forystunni á þessu sviði,

segir Árni Páll um þessi tíðindi.

Á vefsíðunni Norden segir að víðtæk reynsla Árna Páls, sem er menntaður lögfræðingur, var efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2011, formaður íslensku landsdeildarinnar í Norðurlandaráði 2007-2009, þingmaður 2007-2016 og formaður Samfylkingarinnar 2013-2016 muni nýtast vel í því verkefni sem hann á nú fyrir höndum.

Traust pólitísk og fagleg reynsla Árna Páls og djúpstæð þekking hans á norrænu samstarfi veitir honum bestu forsendur til að geta greint sóknarfæri í samstarfinu um félagsmál á næstu árum. Ég hlakka til að heyra tillögur hans að ári liðnu,

sagði Høybråten þegar tilnefningin var kynnt.

Úttektin er sú sjötta sem unnin er í norrænu samstarfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með