fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

„Opinberast fjandskapur forystumanna VG við lögregluna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. júní 2017 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar, sem og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson hafa látið í sér heyra í umræðunni um vopnaburð lögreglunnar og eru skoðanir skiptar. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar blandaði sér í umræðuna á dögunum og gefur höfundur Staksteina Morgunblaðsins lítt fyrir röksemdafærslu hennar og segir þau merki um „samskiptaleysi“ innan borgarstjórnar.

Staksteinar dagsins bera titilinn „Ákafur fjandskapur í garð lögreglunnar“ og fær forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að heyra það í pistlinum.

Í umræðum síðustu daga um vopnaburð lögreglunnar hefur enn og aftur opinberast fjandskapur forystumanna VG við lögregluna. Kjörnir fulltrúar VG hafa gripið tækifærið og stigið fram kvartandi undan því að viðbúnaður lögreglu sé of mikill,

skrifar höfundur Staksteina.

Það er mat hans í æsingnum við að koma höggi á lögregluna í landinu hafi Líf Magneudóttir varpað ljósi á „samskiptaleysi“ innan meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri Grænna í borgarstjórn og vitnað er til skrifa Lífar á Facebook síðu sinni sem fjallað var um á Eyjunni. Þar sagði hún að borgarfulltrúar hefðu haft veður af því fyrst í fjölmiðlum að til stæði að lögreglan bæri vopn á hátíðahöldum tengdum þjóðhátíðardeginum 17. júní og á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin væri með leyfi borgaryfirvalda.

Það er misskilningur á eðli lögreglusamþykkta að mati höfundar Staksteina að borgin geti haft áhrif á lögreglusamþykktir líkt og Líf nefnir á Facebook og það sé beinlínis rangt hjá henni að fulltrúar í borgarstjórn hafi ekki vitað af því að til stæði að vopnuð gæsla yrði á þessum tilteknu viðburðum. Það hafi forseti borgarstjórnar, S. Björn Blöndal staðfest.

Þetta er sláandi dæmi um hvernig umræðustjórnmálin bera samræðustjórnmálin ofurliði,

segir í niðurlagi Staksteina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð