fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 17. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Kerecis jók veltu um 100% milli ára og hlaut Vaxtarsprotann 2017. Fyrirtækið fékk viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári þegar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, afhenti Vaxtarsprotann 22. maí sl. í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Þetta er í 11. skiptið sem viðurkenningarnar eru veittar en tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Kerecis sem var stofnað 2009 er dæmi um vaxtarsprota sem byggst hefur upp á nokkrum árum og tekur nú flugið með auknum umsvifum á erlendri grundu en starfsmannafjöldi hefur vaxið úr 18 í 26 og útflutningurnemur yfir 91% af veltu. Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár og styrkja líkamsvefi, til dæmis við endurgerð á brjóstum og til viðgerðar á kviðslitum. Fyrirtækið hefur verið að hasla sér völl í Bandaríkjunum sem er einn kröfuharðasti markaður í heimi fyrir lækningavörur. Vöxtur í sölu fyrirtækisins kemur fram þremur árum eftir að markaðsleyfi fengust fyrir fyrstu vöru fyrirtækisins sem var til meðhöndlunar á sykursýkissárum. Kerecis er með skráð einkaleyfi í Bandaríkjunum og fleiri löndum og hafa meira en 10 þúsund sjúklingar verið meðhöndlaðir með sáraroði félagsins á undanförnum árum.

Hugmyndin að baki notkunar á roði til sárameðferðar kemur frá Guðmundi F. Sigurjónssyni og voru fyrstu verkefnin unnin á Ísafirði þar semfyrirtækið er enn með aðsetur og framleiðslu en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Reykjavík og Arlington í Virginiu í Bandaríkjunum. Læknarnir Baldur Tumi Baldursson og Hilmar Kjartansson eiga einnig stóran þátt í hugmyndinni ásamt Dóru Hlín Gísladóttur sem frá upphafi hefur séð um rekstur félagsins á Ísafirði. Kerecis vinnur að því að þróa betri meðferðarúrræði við brunasárum og njóta nokkur verkefna fyrirtækisins stuðnings varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna en brunasár eru meðal algengustu slysa og sára í hernaði. Kereciser í eigu íslenskra, bandarískra, breskra og franskra hluthafa. Um það bil helmingur hluthafa eru upphaflegir stofnendur fyrirtækisins en aðrir hlutir eru í dreifðri eignaraðild.

VALKA hlaut sérstaka viðurkenningu

Einnig voru veitt sérstök viðurkenning til sprotafyrirtækissem á síðasta ári náði þeim áfanga að velta í fyrsta sinn meira en einum milljarði króna. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Valka viðurkenninguna en áður hafa CCP, Betwere, Nimblegen, Naust Marine, Nox Medical og Vaki fiskeldiskerfi náð þessum áfanga. Valka hannar og framleiðir hátæknilausnir fyrir vinnslu á fiski með það að markmiði að auka afköst, nýtingu og framleiðni í samræmi við óskir viðskiptavina sinna. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 af Helga Hjálmarssyni verkfræðingi sem hefur frá upphafi leitt fyrirtækið og verið framkvæmdastjóri þess. Starfsmenn fyrirtækisins voru  rúmlega 40 talsins umsíðustu áramót og hafði þá fjölgað um um fjórðung á árinu.

Tvö önnur sprotafyrirtæki, Kvikna og TeqHire, hlutu einnig viðurkenningar fyrir vöxt í veltu. Lækningatækja- og hugbúnaðarfyrirtækið Kvikna var stofnað 2008 af Garðari Þorvarðssyni, Heiðari Einarssyni, Guðmundi Haukssyni og Hjalta Atlasyni en seinna bættist Stefán Pétursson við sem meðeigandi. Kvikna vinnur að þróun og markaðssetningu á ýmsum vörum tengdum heilalínuriti til greiningar á flogaveiki auk þess sem fyrirtækið selur rannsóknar- og þróunarvinnu til annarra fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Helstu viðskiptavinir hugbúnaðarþjónustunnar eru í Noregi og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið þróað ýmsan hugbúnað tengdan olíuiðnaði auk hugbúnaðar fyrir lækningatæki. Hjá Kvikna eru 22 starfsmenn og er fyrirtækið í meirihlutaeigu frumkvöðlanna en einnig er Norbit AS hluthafi.

TeqHire var stofnað árið 2013 af Kristjáni Má Gunnarssyni og Stefáni Erni Einarssyni. Síðustu fjögur ár hefur fyrirtækið sérhæft sig í ráðningum og ráðgjöf með áherslu á upplýsingatæknimarkað. Félagið stendur að þróun á mannauðsmiðaðri hugbúnaðarlausn sem meðal annars einfaldar og bætir ráðningarferla þekkingarstarfsfólks. Frá stofnun hafa tæplega 50 íslensk fyrirtæki og fjölmörg erlend fyrirtæki nýtt sér þjónustu TeqHire, allt frá sprotum í hröðum vexti til rótgróinna upplýsingatæknifyrirtækja. Ráðningarstarfsemi fyrirtækisins á Íslandi er í höndum Kristjáns Péturs Sæmundssonar og Kathryn Gunnarsson. Þeim til viðbótar starfa að jafnaði um 8-10 starfsmenn og verktakar við ráðgjöf, ráðningar og hugbúnaðargerð.

Greinin birtist fyrst í Aldan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að