fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Borgarfulltrúi VG: „Það skapar óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. júní 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG.

Sitt sýnist hverjum um vopnaburð lögreglu á stórum samkomum, líkt og Color Run og hátíðahöldum í tilefni 17. júní sem fram fara næstu helgi. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa lagt orð í belg og eru skiptar skoðanir. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna hefur lýst furðu sinni á því að hún og aðrir í borgarstjórn hafi fyrst fengið veður af þeim fyrirætlunum lögreglu að bera vopn á 17. júní og tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fjölmiðlum.

Líf segir að það „alveg með ólíkindum“ að hún fái þau tíðindi í gegnum fjölmiðla að sérsveit lögreglu ætli að bera vopn á 17. júní hátíðahöldum í Reykjavík og á Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum um næstu helgi, með leyfi Reykjavíkurborgar.

Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur,

segir Líf.

Það skapar óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ. Ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt,

segir Líf enn fremur.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi. Mynd/DV

Á öndverðri skoðun er Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Hún segir það óskandi að heimurinn væri þannig að:

Við þyrftum ekki að vera við öllu búin og lögreglan þyrfti ekki að bera vopn, en staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverk hafa undanfarið verið framin í löndunum í kringum okkur og því væri barnaskapur af okkur að halda að slíkt gæti ekki gerst hér og vera ekki viðbúin.

Guðfinna segist frekar treysta lögreglunni en stjórnmálamönnum til að meta hvenær rétt sé að bera vopn og hvenær ekki.

Ég treysti lögreglunni betur til að meta þetta heldur en pólitíkusum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?