fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

„Mörg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka“ – Sykurneysla helsta orsök offitufaraldar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður.

Sykurskatturinn svokallaði sem settur var á árið 2013 og afnuminn var áramótin sama ár var umdeildur. Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur tekið saman kerfisbundið yfirlit yfir aðrar rannsóknir á skattlagningu matvæla og segir að sykurskattar og aðrir neysluskattar virki ef þeir eru nógu háir. Þorbjörn Þórðarson skrifar um sykurskattinn í Fréttablaðinu í dag og veltir fyrir sér hvað hægt sé til bragðs að taka til að draga úr sykurneyslu sem hann segir eina helstu orsök „offitufaraldursins á Vesturlöndum.“

Að sögn Þorbjörns eru ástæðurnar fyrir því að mannkynið elskar sigur líffræðilegar, þegar hans er neytt losar heilinn um dópamín sem veitir vellíðunartilfinningu. Læknar byrjuðu fyrir áratugum síðan að bera saman áhrif sykurs og vímuefna og vitnar hann til greinar úr Læknablaðinu frá því herrans ári 1974 þar sem Ársæll Jónsson læknir gerir slíkan samanburð.

Besta leiðin til að halda í fitu og bæta á sig meiru fitu er að borða viðbættan sykur. Of mikil neysla viðbætts sykurs er ein helsta orsök offitufaraldursins á Vesturlöndum,

skrifar Þorbjörn í Fréttablaðið.

„Mörg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu“ og nefnir hann tvenn nágrannalönd okkar þar sem hefur verið látið reyna á sykurskattinn, Noreg og Finnland. Í Bretlandi verður slíkur skattur lagður á frá og með áramótum.

Þorbjörn vísar til rannsóknar Guðrúnar Magnúsdóttur máli sínu til stuðnings en bendir á að það sé í verkahring stjórnmálamannanna að ákveða hvað bragðs skuli taka til að stemma stigu við sykurneyslu almennings.

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur verið kennd við frjálslyndi og segir Þorbjörn að hún hafi ekki áhuga á að nota skatta til að stýra neyslu með þessum hætti þó að það sé gert með áfengi. Þá verði að nota aðrar aðferðir og nefnir hann fræðslu, mikilvægara sé fyrir grunnskólabörn „að tileinka sér fjármálalæsi og næringarfræði en að geta nefnt alla firði landsins eða geta skilið dönsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?