fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Lögreglan hefur rýmt 23 tjaldbúðir Rómafólks í Kaupmannahöfn: Nokkrum vísað úr landi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 12. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmannahöfn: Mynd/Getty images

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur undanfarna daga rýmt tjaldbúðir Rómafólks í borginni en mikið hefur verið kvartað undan fólkinu. Það er sagt stunda betl víða um borg og þá hafa útigangsmenn kvartað undan ágangi Rómafólks og segja það hafa krafið þá um greiðslu, 500 danskar krónur, á nóttu fyrir að fá að sofa á ákveðnum stöðum utandyra í borginni.

Átta voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar og kærðir fyrir brot á lögreglulögum. Einum var sleppt en danska útlendingastofnunin tók ákvörðun um að vísa hinum sjö strax úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Frá því í byrjun apríl hefur lögreglan rýmt 23 tjalbúðir Rómafólks í dönsku höfuðborginni, 109 hafa verið kærðir og 14 vísað úr landi. Lög, sem tóku gildi 1. apríl, heimila lögreglunni að sekta fólk, sem heldur til í tjaldbúðum eins og Rómafólkið kemur sér oft upp, um 1.000 danskar krónur.

32 hafa verið sektaðir fram að þessu en þeir eru allir með rúmenskt ríkisfang að sögn Jótlandspóstsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?