fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Vilhjálmur er mætingarskussi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 11. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Fastanefndir Alþingis eru átta talsins alls og eru að jafnaði skipaðar níu þingmönnum hver. Starfið innan nefndanna er gríðarlega mikilvægur hlekkur í starfi Alþingis. Hins vegar er álagið æði misjafnt í nefndunum en til að mynda fundaði fjárlaganefnd 51 sinni á síðasta þingi en utanríkismálanefnd aðeins 24 sinnum. Meirihluti nefndarmanna þarf að sækja fundina svo að þeir teljist ályktunarbærir.

Yfirleitt er það ekki vandamál en þó lagði minnihlutinn í utanríkismálanefnd fram eftirfarandi bókun á 17. fundi nefndarinnar: „Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata bóka athugasemdir við að meirihlutinn hafi margsinnis ekki virt þingsköp sem kveða á um mætingarskyldur þingmanna á nefndarfundi og að fulltrúar meirihlutans kalli ekki inn varamenn ef forföll verða í þeirra hópi. Fulltrúar minnihlutann bera þar með ábyrgð á því að fundir séu mannaðir og fundir séu þar með lögmætir. Það gangi ekki upp til lengdar.“

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að mætingarskylda er á nefndarfundi nema að „nauðsyn banni“ eins og segir orðrétt í lögum. Þrátt fyrir það eru óútskýrð forföll nokkuð algeng en munurinn á nefndarfundum og almennum þingfundum er sá að mæting þingmanna er kirfilega færð til bókar í fundargerðum nefnda. Blaðamaður kafaði því ofan í rúmar fjögur hundruð fundargerðir og tók mætinguna saman.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var tvöfaldur mætingarskussi í allsherjar- og menntamálanefnd sem og velferðarnefnd. Í báðum tilvikum var hann annar af varaformönnum nefndanna.

Nánar er fjallað um mætingu á nefndarfundi í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?