fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Varaþingmaður Viðreisnar grípur til varna: Náttúrulegur fylgifiskur stjórnmálanna og umræðunnar

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 2. júní 2017 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Sif Tynes varaþingmaður Viðreisnar og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans. Samsett mynd/DV

Dóra Sif Tynes varaþingmaður Viðreisnar segir ekki auðvelt að sitja undir ásökunum um valda­græði, póli­tíska spill­ingu og óheið­ar­leika þegar hún hafi eingöngu tekið afstöðu á grundvelli málefnalegra sjónarmiða þegar kom að því að samþykkja tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipun 15 dómara við Landsrétt. Dóra Sif birtir grein sína á Kjarnanum og svarar Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans sem skrifaði í leiðara að rök­stuðn­ingur Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar fyrir því að styðja tillögu ráðherra sé brjóst­um­kenn­an­leg­ur:

Björt Ólafs­dóttir frá Bjartri fram­tíð fór til að mynda í ræðu­stól og furð­aði sig á því fokreið að minni­hlut­inn gæti ekki stutt breyt­ingu sem fæli í sér bætt kynja­hlut­föll. Hanna Katrín Frið­riks­son og Jóna Sól­veig Elín­ar­dóttir frá Við­reisn buðu upp á svip­aðan mál­flutn­ing. Sig­ríður Á. And­er­sen minn­ist hins vegar ekki einu orði á kynja­hlut­föll í sínum rök­stuðn­ingi. Þau höfðu ekk­ert með ger­ræð­is­lega ákvörðun hennar að gera. Það myndu þing­menn­irnir og ráð­herr­ann vita ef þeir hefðu lesið þriggja blað­síðna bréf dóms­mála­ráð­herra til Alþingis með rök­stuðn­ingi henn­ar. Það tekur um mín­útu að lesa það,

sagði Þórður Snær. Þess í stað hafi einfaldlega verið um að ræða póli­tísk hrossa­kaup þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi sagt samstarfsflokkunum að hleypa málinu í gegn. Sagði Þórður Snær að Björt framtíð og Viðreisn hafi misst allan trúverðugleika vegna málsins og opinberað sig sem valdaflokka:

Ástandið í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu minnir á ofbeld­is­fullt hjóna­band þar sem bældur maki – sem níðst hefur verið á – telur sig ekki hafa efni á skiln­aði. Of mikið sé und­ir. Þess í stað sættir hann sig við höggin og útskýrir svo ástæð­una fyrir mar­blett­unum fyrir þeim sem spyrja með lélegum fyr­ir­slætti. Hann gekk á hurð. Rann í sturt­unni. Rök­stuðn­ingur ofbeld­is­manns­ins var svo sann­fær­andi.

Jafnt kynjahlutfall réði alltaf för

Dóra Sif segir að afstaða Viðreisnar hafi legið fyrir frá því að lög sem fælu dómnefnd umsækj­anda um dóm­ara­emb­ætti að meta hæfi umsækj­enda voru til umræðu á Alþingi í febrúar síðastliðnum, þar lagði minnihlutinn fram breyt­ing­ar­til­lögu um að áréttað skyldi í lög­unum að dóm­nefnd bæri að fara að jafn­rétt­islög­um:

Allir þing­menn minni­hlut­ans sem tóku til máls í umræð­unni lýstu því yfir, að ef dóm­nefndin myndi ekki skila af sér lista sem upp­fyllti sjón­ar­mið um jafn­ræði kynja, yrði ráð­herra að grípa inn í. Þing­menn Við­reisnar voru því sam­mála,

segir Dóra. Vandasamt sé að eiga í rök­ræðu um for­send­ur hæf­is­mats og hvern skipa skuli í emb­ætti á hverjum tíma. Saknar hún þess að menn tak­ist á í rök­ræðu um hvort og hvernig stilla eigi upp vægi ein­stakra mats­þátta við mat á umsækj­endum um dóm­ara­emb­ætti, frekar en detta í umræðu um hvort þessi sé betri en hinn:

Og hver á aðkoma Alþingis að vera? Er Alþingi aðeins eft­ir­lits­að­ili eða á þingið að fara að hlut­ast til um ein­staka nöfn á lista eins og ráða mátti af ræðum sumra þing­manna? Er í lagi að úthrópa nafn­greinda  ein­stak­linga fyrir póli­tíska spill­ingu úr ræðu­stól Alþingis og fara rangt með reynslu þeirra og starfs­fer­il? Þá er ljóst að dýpri umræða þarf að fara fram um hvort kynja­sjóna­mið eigi alltaf við eða hvort frá þeim megi víkja ef til­teknir aðilar eiga í hlut.

Segir Dóra að í hennar tilfelli hafi jöfn kynjahlutfall dómara við Landsrétt ráðið för:

Það er sann­ar­lega ekki auð­velt að sitja undir ásök­unum um valda­græði, póli­tíska spill­ingu og óheið­ar­leika þegar kona hefur sann­fær­ingu fyrir því að taka afstöðu til máls ein­göngu á grund­velli mál­efna­legra sjón­ar­miða. Í mínu til­viki réðu för í þessu máli mik­il­vægi þess að Lands­réttur yrði frá upp­hafi skip­aður með jöfn kynja­hlut­föll að leið­ar­ljósi og ég gat að sama skapi fall­ist á það sem mál­efna­leg sjón­ar­mið að þegar skipa ætti nýjan dóm­stól í fyrsta sinn ætti að líta frekar til dóm­ara­reynslu. En þetta er kannski bara nátt­úru­legur fylgi­fiskur þess að taka þátt í stjórn­málum og opin­berri umræðu á Íslandi. Því þegar allt kemur til alls þá er bara svo miklu auð­veld­ara að fara í mann­inn heldur en bolt­ann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa