fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Björt biðst afsökunar á stóra kjólamálinu: „Ég sýndi dómgreindarleysi“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra biðst innilegrar afsökunar á að hafa misboðið fólki í tengslum við „stóra kjólamálið“ eins og hún orðar það. Björt hefur verið harðlega gagnrýnd vegna málsins og finnst mörgum að hún hafi vegið að virðingu Alþingis og hafi misnotað aðstöðu sína sem ráðherra til að auglýsa kjól.

 

 

Sjá frétt: Björt hlær að gagnrýninni: Bindi myndi fara með feðraveldið

Sjá frétt: Björt ítrekar að hún hafi ekki brotið neinar reglur

Stóra kjólamálið er orðið dálítið mikið um sig. Ég viðurkenni það fúslega að mín fyrstu viðbrögð við því voru einmitt það- mjög viðbragðs og tilfinningatengd. Það getur pirrað ráðherra eins og hvern annan að undirtónn um klæðaburð sé alltumlykjandi,

segir Björt, en hún segir það ekki höfuðmálið:

Ég sýndi dómgreindarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvenleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki ekki greinilega ekki efst í huga, og þessi uppsettning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki.

Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann