fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

„Plebbalegt og heimskt“ – Björt hlær að gagnrýninni: Bindi myndi fara með feðraveldið

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki alveg í anda þess verkefnis að auka á virðingu Alþingis, að breyta þingsalnum í lókatíon fyrir auglýsingaherferð. Né heldur er það til að auka á virðingu ríkisstjórnar Íslands, að ráðherrar geri sjálfa sig að auglýsingum.“

Þetta segir Smári McCarthy þingmaður Pírata um kjólaauglýsingu þar sem sjá má Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í miðjum þingsal Alþingis. Um er að ræða ljósmynd úr auglýsingaherferð Galvan London en Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, er vinkona Bjartrar til margra ára. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þetta sé strangt til tekið ekki brot á reglum þar sem myndin sé tekin fyrir utan þingsalinn þó ráðherrann standi í þingsalnum.

Sjá einnig: Meira að segja Bubbi hjólar í Björt: „Ekki ráðherra sæmandi“

Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð inni á Pírataspjallinu þar sem Smári segir þetta ekki í anda þess verkefnis að auka á virðingu Alþingis, tekur hann þó fram að honum finnist ekkert að því að ráðherrar tiltekin málefni eða félagasamtök opinberlega, sé það gert smekklega og með eðlilegum hætti:

En að þjónusta hagsmunum fyrirtækja sem eru rekin í hagnaðarskyni er mjög vafasamt. Kjörnir fulltrúar þurfa að nálgast allt slíkt af mjög mikilli varúð, því það er mun auðveldara að misnota stöðu sína en að gera það ekki í svona tilvikum,

segir Smári. Sitt sýnist þó hverjum og vilja margir meina að auglýsingin sé flott og vel heppnuð þar sem hún fái mikið umtal. Ekki eru þó aðeins Píratar sem finna auglýsingunni allt til foráttu, segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina að Björt sé að misnota aðstöðu sína:

Fyrir utan hvað þetta er plebbalegt og heimskt þá er konan að misnota aðstöðu sína í þàgu fyrirtækis og vanvirða Alþingi.

Björt vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið en hlær að gagnrýninni á Fésbókarsíðu sinni:

Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það. Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann