Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur minnir fólk nær og fjær á Druslugönguna sem haldin verður á morgun. Gangan hefst kl. 14.00 og fer að venju frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg, Laugaveg og endar á Austurvelli. Í skeyti frá borgarstjóra í dag minnir hann á tilgang Druslugöngunnar, sem er að mótmæla ofbeldi og skila skömminni:
Þetta er mikilvægur viðburður til að vekja athygli á því að alltof oft hefur ofbeldi lifað í skjóli þagnarinnar – en í druslugöngunni mæta þúsundir til að rjúfa þá þögn,
segir Dagur. Þakkar hann sérstaklega skipuleggjendum druslugöngunnar fyrir mikilvægt framlag sem og þeim hugrökku einstaklingum sem stigið hafa fram og rofið þögnina um kynferðisofbeldi:
Þið gerið samfélagið betra! Áfram Reykjavík – Áfram druslur!