fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Borgarstjóri minnir á Druslugönguna: „Áfram druslur!“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 28. júlí 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson í Druslugöngunni 2013. Mynd/Sigtryggur Ari

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur minnir fólk nær og fjær á Druslugönguna sem haldin verður á morgun. Gangan hefst kl. 14.00 og fer að venju frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg, Laugaveg og endar á Austurvelli. Í skeyti frá borgarstjóra í dag minnir hann á tilgang Druslugöngunnar, sem er að mótmæla ofbeldi og skila skömminni:

Þetta er mikilvægur viðburður til að vekja athygli á því að alltof oft hefur ofbeldi lifað í skjóli þagnarinnar – en í druslugöngunni mæta þúsundir til að rjúfa þá þögn,

segir Dagur. Þakkar hann sérstaklega skipuleggjendum druslugöngunnar fyrir mikilvægt framlag sem og þeim hugrökku einstaklingum sem stigið hafa fram og rofið þögnina um kynferðisofbeldi:

Þið gerið samfélagið betra! Áfram Reykjavík – Áfram druslur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið