fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Guðfinna: Afleiðingar kynferðisofbeldis eru yfirleitt miklu meiri og alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 28. júlí 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir það hafa verið mjög erfiða ákvörðun að stíga fram fyrir tveimur árum og ræða opinberlega að hafa verið beitt kynferðisofbeldi sem barn og um áfallastreituröskun sem hún greindist með. Tilganginum með því að stíga fram hafi þó verið náð þar sem einstaklingar hafi haft samband við sig og sagt það hafa hjálpað sér.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður og borgarfulltrúi. Mynd/Sigtryggur Ari

Í tilefni Druslugöngunnar á morgun rifjar Guðfinna upp þegar hún fyrir tveimur árum steig langt út fyrir þægindarammann, þakkaði  þeim sem aflétt hafa þögginunni sem hvíldi á kynferðisofbeldi og afleiðingum þess og greindi frá þegar henni var nauðgað sem barni fyrir rúmlega 40 árum:

„Ég er ekki mikið fyrir að opna mig en ég ætla núna að stíga langt út fyrir þægindarammann og þakka því fólki sem hefur hjálpað mér og öðrum með hugrekki sínu og aflétt þeirri þöggun sem hefur hvílt yfir kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Ég er þakklát þeim sem hafa stigið fram og viðurkennt að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það hefur hjálpað mörgum. Það hefur hjálpað mér. Mér hefur verið nauðgað og ég hef átt við áfallastreituröskun að stríða. Ég þekki ekki þann sem nauðgaði mér. Hann bjó í húsinu við hliðina á vinkonum mínum þegar ég var barn. Það er erfitt að stíga fram og segja frá einhverju sem maður hefur falið svo lengi en það er líka erfitt að halda því leyndu. Ég viðurkenni það fúslega að það að viðurkenna að hafa verið nauðgað og setja þessa færslu hér er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en samt ekki jafn erfitt og að hafa lifað með afleiðingum þess í áratugi. Áfallastreituröskun hefur mikil áhrif á daglegt líf þeirra sem eru haldnir henni og því er nauðsynlegt að opna umræðuna um hana. Kvíðinn, reiðin, óttinn, skömmin, martraðirnar, endurupplifunin, þráhyggjan, feluleikurinn við að brynja sig svo enginn viti hvað maður hefur gengið í gegnum, dagarnir sem maður hefur þurft að tala sjálfan sig í gegnum daginn til að komast af, félagsfælnin, vonleysið, vörnin, myrkfælnin og allt hitt sem fylgir er erfitt að lifa með og getur bitnað á mörgum enda fylgir slíkri vanlíðan oft hegðun sem enginn skilur en er í raun öskur á hjálp. Því er mikilvægt að opna umræðuna um afleiðingar kynferðisofbeldis og aðstoða þá sem hafa lent í kynferðisofbeldi.“

Hún segir í samtali við Eyjuna í dag það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga fram á sínum tíma:

Það var mjög erfið ákvörðun að stíga fram fyrir tveimur árum en ég taldi það nauðsynlegt ef það myndi hjálpa einhverjum og eins til að þakka þeim sem höfðu stigið fram áður og þannig hjálpað mér. Sumir hafa sagt það vera léttir að stíga fram en ég upplifði það ekki þannig því næstu mánuðir voru erfiðir en ég komst yfir það. Bæði fyrir tveimur árum og nú hafa einstaklingar haft samband við mig og sagt að það hafi hjálpað þeim að ég steig fram og fyrir það er ég þakklát og þá er tilganginum náð.

Hvetur þú aðra til að gera slíkt hið sama?

Það verður hver og einn að taka ákvörðun um það. Það sem skiptir meginmáli er að þeir sem hafa verið beittir kynferðisofbeldi leiti sér hjálpar því afleiðingar þess eru yfirleitt miklu meiri og alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir. Það tók mig tæp 30 ár að viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér og önnur 10 ár að reyna að leita mér aðstoðar við að vinna í þessu en það var erfitt og ég gafst oft upp á þessu 10 ára tímabili sem var erfiðasta tímabil sem ég hef lifað en þegar ég var loks tilbúin þá var ég greind með áfallastreituröskun á háu stigi. Ég vildi óska að ég hefði byrjað að vinna í þessu miklu fyrr, það hefði auðveldað svo margt og breytt mörgu í mínu lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann