fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gunnar sendir þætti Útvarps Sögu til karabíska hafsins: Arnþrúður þaggar ekki niður í okkur

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Waage og Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu hafa lengi eldað grátt silfur. Útvarp Saga fékk YouTube til að loka reikningi Sandkassans vegn brota á höfundarrétti en nú ætlar Gunnar að vista þætti stöðvarinnar á vefþjóni í Karíbahafinu. Samsett mynd/DV.

Gunnar Waage segir að lokun YouTube-reiknings Sandkassans sé aðeins tímabundið bakslag því hann muni senda þætti af Útvarpi Sögu til karabíska hafsins þar sem þeir verði geymdir á vefþjóni sem Útvarp Saga geti ekki snert. Eyjan greindi frá því í gær að bandaríska myndbandaveitan YouTube hefði lokað reikningi Sandkassans vegna kvartana frá Útvarpi Sögu. Sagði Útvarp Saga að um væri að ræða brot á höfundarrétti þar sem vefurinn Sandkassinn, sem Gunnar ritstýrði, hefði sett þætti stöðvarinnar á YouTube í óleyfi.

Sjá frétt: Lokað á Sandkassann vegna kvartana

Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum 365 miðla sem settir voru inn á YouTube og þaðan inn á vefinn Sandkassinn.com. Gunnar og Útvarp Saga hafa lengi eldað grátt silfur. Segir Gunnar að á stöðinni þrífist hatursáróður og hefur hann meðal annars kallað Pétur Gunnlaugsson útvarpsmann á stöðinni „kúk“. Forsvarsmenn stöðvarinnar segja á móti að Gunnar fari fram með ærumeiðingar, rógburð og níð.

Gunnar segir í samtali við Eyjuna að Útvarp Saga hafi tekist að plata YouTube:

Að sjálfsögðu var ekki um stuld á efni að ræða enda var í öllum tilfellum til tekið hvaðan upptökurnar komu,

segir Gunnar. Segir hann jafnframt að upptökurnar fari aftur á vefinn, þá í gengum vefþjón sem Útvarp Saga geti ekki nálgast:

Innan skamms verður efnið sem tekið var niður aðgengilegt á ‘offshore’ vefþjóni í Karíbahafinu.

Vefur Sandkassans lá niðri í gær og veltu margir fyrir hvort honum hefði verið lokað, Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu fagnaði tíðindunum og sagði á Fésbók að verið væri að „hreinsa út hrelliklámið“. Gunnar segir að þetta hafi verið vandamál með hýsingu sem nú sé búið að kippa í lag:

„Svo það sé á hreinu þá mun Arnþrúður Karlsdóttir ekki þagga niður í okkur , hún er komin út fyrir sinn þyngdarflokk. Útvarp Saga á ekkert í okkur á Sandkassanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið