fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Lokað á Sandkassann vegna kvartana

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska myndbandaveitan YouTube hefur lokað reikningi Sandkassans og hafa öll myndböndin verið fjarlægð í kjölfar kvartana Útvarps Sögu um brot á höfundarrétti. Greint var frá þessu á vef Útvarps Sögu í vikunni og hefur Eyjan fengið þetta staðfest frá YouTube. Alls var um að ræða 26 útvarpsþætti af Útvarpi Sögu sem og þætti af útvarpsstöðvum 365 miðla sem settir voru inn á YouTube og þaðan inn á vefinn Sandkassinn.com sem var í umsjá Gunnars Waage.

Skjáskot af vef Sandkassans.

Á vef Sandkassans mátti finna ýmis brot úr útvarpsþáttum, af Útvarpi Sögu, úr þættinum Harmageddon á X-inu og þættinum Bítið á Bylgjunni. Allar þær klippur eru nú óvirkar þar sem búið er að loka á YouTube-reikning Sandkassans.

Skjáskot af vef YouTube, öll myndbönd Sandkassans eru nú óvirk.

Hafa lengi eldað grátt silfur

Útvarp Saga segir að með því að setja klippur úr þáttum stöðvarinnar á YouTube hafi Gunnar brotið höfundarrétt og þar að auki tekið myndir af Fésbókarsíðu stöðvarinnar í óleyfi til að nota í baráttu sinni gegn stöðinni.

Gunnar og Útvarp Saga hafa lengi eldað grátt silfur. Segir Gunnar að á stöðinni þrífist hatursáróður en forsvarsmenn stöðvarinnar segja á móti að Gunnar fari fram með ærumeiðingar, rógburð og níð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið